Erlent

Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt

Birgir Olgeirsson skrifar
Oscar Pistorius í réttarsal í dag.
Oscar Pistorius í réttarsal í dag. Vísir/EPA
Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius tók af sér gervifæturna til að sýna fram á varnarleysi sitt við réttarhöld í Pretoríu í Suður Afríku í dag þar sem refsing yfir honum er ákveðin. Pistorius var fundinn sekur um að hafa orðið kærustu sinni að bana þegar hann taldi sig vera að skjóta á innbrotsþjóf í gegnum baðherbergishurð á heimili hans í Pretoríu á Valentínusardeginum árið 2013.

Fyrst var Pistorius sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en áfrýjunardómstóll í Suður-Afríku breytti dóminum seint á síðasta ári og var Pistorius þá sakfelldur fyrir morð. Minnsta mögulega refsingin fyrir morð er 15 ára fangelsisvist.

Þetta er þriðji dagurinn við þessi réttarhöld en í gær gaf Ebba Guðný Guðmundsdóttir skýrslu fyrir dómi þar sem hún sagði frá starfi Pistoriusar með börnum. Pistorius og sonur Ebbu, Hafliði, eiga við sömu fötlun að stríða og sagði hún Pistorius hafa veitt þeim mikla hjálp.

Sjá einnig: Ebba Guðný gaf skýrslu í máli Pistoriusar: „Vinátta okkar var yndisleg“

Það var verjandi PistoriusarBarry Roux, sem bað spretthlauparann um að taka af sér gervifæturna til að sýna fram á að hann eigi skilið vægð frá dómaranum við ákvörðun refsingarinnar.

Eftir að hafa tekið af sér gervifæturna staulaðist hann um réttarsalinn áður en hann hallaði sér að skenk sem verjandinn hans notaðist við.

Pistorius var án gervifótanna þegar hann skaut Steenkamp til bana. Við réttarhöldin sagðist hann hafa fundið til varnarleysis gagnvart innbrotsþjófi sem hann taldi vera inni á heimili hans.

„Þetta er manneskja, klukkan er þrjú að morgni, það er dimmt. Hann er á stúfunum, ekki fótunum, hann er ekki að hlaupa um eftir braut. Hann þjáist af kvíðaröskun. Þegar hann var á stúfunum er jafnvægi hans ekki gott og átti því ekki möguleika á að verja sig. Hann var hræddur og með kvíðaröskun. Það verður að horfa til fötlunar hans til að setja þetta mál í samhengi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×