Ætlar að kæra Auði Jónsdóttur fyrir meiðyrði Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2016 11:57 Haukur vandar Auði ekki kveðjurnar, segir hana búa í Berlín á kostnað skattgreiðenda þar sem hún situr og rífur kjaft. Nágrannaerjur í Mosfellsdal, milli Laxness og Glúfrasteins, hafa tekið sig upp og af miklum krafti. Haukur Þórarinsson í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. Haukur er framkvæmdastjóri á Laxnes hestaleigu og honum er ekki skemmt. Hann ætlar að kæra Auði fyrir meiðyrði.Náttúruníð af verstu sort Tilefnið nú eru pistlaskrif Auðar Jónsdóttur, til stuðnings framboði Andra Snæs Magnasonar: Forseti landsins. Þar gerir hún gróðurfar í Mosfellsdal að sérstöku umfjöllunarefni. Auður vitnar í afa sinn, Halldór Laxnes, en við honum blasti sama sjón á hverjum degi: „Hestarnir hans Póra í Laxnesi að naga móana niður í rót. Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár – og enn þann dag í dag.“Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni Auður greinir frá því að hún hafi farið þarna um í fyrsta skipti um daginn, nýkominn frá útlöndum. Og henni brá í brún: „Það var í einu orði sagt hræðilegt að sjá landið. Þarna voru ekki lengur móar. Þarna var skrælnað lyng í moldarflögum, ryðgaður gaddavír, hrossaskítur.“Skrif Auðar um Póra í Laxnesi eru miskunnarlaus: Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína.Auði lá við gráti og beinir svo spjótum sínum að Þórarni Jónassyni, sem jafnan er kallaður Póri í Laxnesi: „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold. Og skammist þið ykkar líka, þið sem hafði leyft þessu þríhrossi að komast upp með að eyðileggja svona óheyrilega mikið.“Auður fær eitt stykki mál í hausinn Haukur, sonur Póra, er vægast sagt reiður. Og vandar Auði ekki kveðjurnar: „Þetta er svo sem ekkert óvanalegt komandi frá henni. Hún er þekkt fyrir það, á þessum miðli, að hella sínum illa ígrunduðu skoðunum yfir fólk. Í fullu frelsi. Við erum að tala um rithöfund sem lýgur bæði uppá afa sinn og aðra, lifir í makindum í Berlín á fullum rithöfundalaunum. Það ætti að taka þessa forréttindapésa og láta þá vinna fyrir sér. Þá kæmi nú annað hljóð í strokkinn.“ Haukur segir það að Auður fái eitt stykki mál í hausinn, eins og hann orðar það, fyrir sín stóru orð. „Auðvitað verður hún kærð fyrir þetta. Það er ekki spurning. Það sem hún og skoðanabræður hennar horfa viljandi fram hjá er að við erum í góðu samstarfi við Landgræðsluna. Ofstækisfólk þarf að eiga sér óvini til að viðhalda ofstækinu. Það verður að vera einhver vondur kall.“Gljúfrasteinsfólkið þolir ekki lyktina af áburði Haukur hefur birt myndir á Facebooksíðu sína til að varpa ljósi á uppgræðslustarf sem hann segist hafa staðið í undanfarin ár þarna í Mosfellsdalnum.Haukur snýst um hross sín. Hann er Auði afar reiður vegna skrifa hennar um sig og kannski ekki síst föður sinn.„Og nóta bene, ég má ekki græða upp brekkurnar gegnt Gljúfrasteini mín megin við veginn, vegna þess að þeim finnst svo vond lyktin af áburðinum. Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því að skítur er sama sem gras.“ Laxnes er fjölskyldufyrirtæki, hestaleiga sem stofnuð var af foreldrum Hauks 1968 og telst elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Þau þar eru með um 110 hross. „Hér vinnum við sjö daga vikunnar í sjálfbærri ferðaþjónustu sem ætti nú aldeilis ætti að vera þessum náttúrunnendum að skapi; við erum ekkert að skemma, bara græða upp. Uppgangur í ferðaþjónustunni gerir okkur kleift að vera enn öflugri í uppgræðslustarfi. Þýðir að við getum einbeitt okkur að fleiri svæðum í einu. Vegna þess að þetta kostar pening, nokkuð sem fólk á ríkisstyrkjum hefur lítinn skilning á.“Nágrannaerjurnar eiga sér sögu Haukur segist undrast að Auður skuli leggjast svo lágt, og vísar til pistils hennar. Reyndar er það svo að nágrannaerjur milli Gljúfrasteins og Laxness byggja á gömlum merg. Haukur segir móðursystur Auðar, Guðný Halldórsdóttur þá er hún var bæjarfulltrúi, hafa mjög beint spjótum sínum að starfsemi hestaleigunnar. Þetta var fyrir um tuttugu árum. „Við urðum að standa af okkur mjög harða sókn frá Mosfellsbæ, Guðný Halldórsdóttir, þetta var fyrir tuttugu árum síðan. Sem gerði að verkum að gagnkvæmt vantraust og vanvirðing milli mín og Mosfellsbæjar er algjört.“ Það mál, sem og þetta, snérist um landgræðslumál. Haukur segir að það gangi vel að græða upp þetta land sem hefur mátt þola þúsund ára veðrun, eftir að allt var hoggið niður í upphafi.Haukur birtir myndir frá Mosfellsdal til marks um uppgræðslustarf sitt. Hann segir að til þess þurfi peninga, nokkuð sem þeir sem eru á framfæri ríkissins ekki skilja.„Þetta er ekki vandamál sem pabbi og mamma skópu. En, hafa verið að vinna að þessu í öll þessi ár. Og jókst töluvert þegar ég tók við. Þessi landgræðsla. Gengur vel að græða upp svæðið. Ég er ekkert í að auglýsa hvað ég er að gera. Kemur engum við. Það er ég sem nýti landið og þeim mun betra fyrir mig sem betur tekst með uppgræðslu.“Rífur kjaft frá Berlín Haukur segir þetta snúast um sjálfbærni og það segi sig sjálft. Og honum þykir ekki mikið til náttúruverndarsinna koma, þá sem vilja ganga lengst í þeim efnum: „Vandamálið fyrir tuttugu árum var að stefnan vera að allt grænt var gott og allt sem borðaði grænt var vont.“ Haukur segir meiðyrðamálið fara sína leið. Hann er nú að leita lögfræðirágjafar. „En það verður pottþétt gert. Hún verður að svara fyrir sín skrif, þá úr þægilegu stofunni sinni í Berlín, þar sem hún býr á kostnað íslenskra skattgreiðenda og rífur kjaft. Í þágu Andra Snæs.“ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Nágrannaerjur í Mosfellsdal, milli Laxness og Glúfrasteins, hafa tekið sig upp og af miklum krafti. Haukur Þórarinsson í Laxnesi er fjúkandi reiður vegna skrifa Auðar um sig og fjölskyldu sína. Haukur er framkvæmdastjóri á Laxnes hestaleigu og honum er ekki skemmt. Hann ætlar að kæra Auði fyrir meiðyrði.Náttúruníð af verstu sort Tilefnið nú eru pistlaskrif Auðar Jónsdóttur, til stuðnings framboði Andra Snæs Magnasonar: Forseti landsins. Þar gerir hún gróðurfar í Mosfellsdal að sérstöku umfjöllunarefni. Auður vitnar í afa sinn, Halldór Laxnes, en við honum blasti sama sjón á hverjum degi: „Hestarnir hans Póra í Laxnesi að naga móana niður í rót. Hann sagði þetta vera dýraníð og náttúruníð af verstu sort. En hann gat ekkert gert, sama hvernig hann fjargviðraðist og skammaðist og varaði fólk við. Því hestabóndinn var í rjúkandi feitum viðskiptum og sennilega með nógu góð tök á hreppsnefndinni til að þetta fengi að viðgangast ár eftir ár – og enn þann dag í dag.“Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni Auður greinir frá því að hún hafi farið þarna um í fyrsta skipti um daginn, nýkominn frá útlöndum. Og henni brá í brún: „Það var í einu orði sagt hræðilegt að sjá landið. Þarna voru ekki lengur móar. Þarna var skrælnað lyng í moldarflögum, ryðgaður gaddavír, hrossaskítur.“Skrif Auðar um Póra í Laxnesi eru miskunnarlaus: Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína.Auði lá við gráti og beinir svo spjótum sínum að Þórarni Jónassyni, sem jafnan er kallaður Póri í Laxnesi: „Mikið mátt þú skammast þín, Póri í Laxnessi. Karlkjáni með dollaraseðlana upp úr rassskorunni á reiðbuxunum þínum. Skammastu þín fyrir að eyðileggja náttúru Íslands og skammastu þín fyrir að fara svona illa með hestana þína að bjóða þeim upp á strá og mold. Og skammist þið ykkar líka, þið sem hafði leyft þessu þríhrossi að komast upp með að eyðileggja svona óheyrilega mikið.“Auður fær eitt stykki mál í hausinn Haukur, sonur Póra, er vægast sagt reiður. Og vandar Auði ekki kveðjurnar: „Þetta er svo sem ekkert óvanalegt komandi frá henni. Hún er þekkt fyrir það, á þessum miðli, að hella sínum illa ígrunduðu skoðunum yfir fólk. Í fullu frelsi. Við erum að tala um rithöfund sem lýgur bæði uppá afa sinn og aðra, lifir í makindum í Berlín á fullum rithöfundalaunum. Það ætti að taka þessa forréttindapésa og láta þá vinna fyrir sér. Þá kæmi nú annað hljóð í strokkinn.“ Haukur segir það að Auður fái eitt stykki mál í hausinn, eins og hann orðar það, fyrir sín stóru orð. „Auðvitað verður hún kærð fyrir þetta. Það er ekki spurning. Það sem hún og skoðanabræður hennar horfa viljandi fram hjá er að við erum í góðu samstarfi við Landgræðsluna. Ofstækisfólk þarf að eiga sér óvini til að viðhalda ofstækinu. Það verður að vera einhver vondur kall.“Gljúfrasteinsfólkið þolir ekki lyktina af áburði Haukur hefur birt myndir á Facebooksíðu sína til að varpa ljósi á uppgræðslustarf sem hann segist hafa staðið í undanfarin ár þarna í Mosfellsdalnum.Haukur snýst um hross sín. Hann er Auði afar reiður vegna skrifa hennar um sig og kannski ekki síst föður sinn.„Og nóta bene, ég má ekki græða upp brekkurnar gegnt Gljúfrasteini mín megin við veginn, vegna þess að þeim finnst svo vond lyktin af áburðinum. Þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir því að skítur er sama sem gras.“ Laxnes er fjölskyldufyrirtæki, hestaleiga sem stofnuð var af foreldrum Hauks 1968 og telst elsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Þau þar eru með um 110 hross. „Hér vinnum við sjö daga vikunnar í sjálfbærri ferðaþjónustu sem ætti nú aldeilis ætti að vera þessum náttúrunnendum að skapi; við erum ekkert að skemma, bara græða upp. Uppgangur í ferðaþjónustunni gerir okkur kleift að vera enn öflugri í uppgræðslustarfi. Þýðir að við getum einbeitt okkur að fleiri svæðum í einu. Vegna þess að þetta kostar pening, nokkuð sem fólk á ríkisstyrkjum hefur lítinn skilning á.“Nágrannaerjurnar eiga sér sögu Haukur segist undrast að Auður skuli leggjast svo lágt, og vísar til pistils hennar. Reyndar er það svo að nágrannaerjur milli Gljúfrasteins og Laxness byggja á gömlum merg. Haukur segir móðursystur Auðar, Guðný Halldórsdóttur þá er hún var bæjarfulltrúi, hafa mjög beint spjótum sínum að starfsemi hestaleigunnar. Þetta var fyrir um tuttugu árum. „Við urðum að standa af okkur mjög harða sókn frá Mosfellsbæ, Guðný Halldórsdóttir, þetta var fyrir tuttugu árum síðan. Sem gerði að verkum að gagnkvæmt vantraust og vanvirðing milli mín og Mosfellsbæjar er algjört.“ Það mál, sem og þetta, snérist um landgræðslumál. Haukur segir að það gangi vel að græða upp þetta land sem hefur mátt þola þúsund ára veðrun, eftir að allt var hoggið niður í upphafi.Haukur birtir myndir frá Mosfellsdal til marks um uppgræðslustarf sitt. Hann segir að til þess þurfi peninga, nokkuð sem þeir sem eru á framfæri ríkissins ekki skilja.„Þetta er ekki vandamál sem pabbi og mamma skópu. En, hafa verið að vinna að þessu í öll þessi ár. Og jókst töluvert þegar ég tók við. Þessi landgræðsla. Gengur vel að græða upp svæðið. Ég er ekkert í að auglýsa hvað ég er að gera. Kemur engum við. Það er ég sem nýti landið og þeim mun betra fyrir mig sem betur tekst með uppgræðslu.“Rífur kjaft frá Berlín Haukur segir þetta snúast um sjálfbærni og það segi sig sjálft. Og honum þykir ekki mikið til náttúruverndarsinna koma, þá sem vilja ganga lengst í þeim efnum: „Vandamálið fyrir tuttugu árum var að stefnan vera að allt grænt var gott og allt sem borðaði grænt var vont.“ Haukur segir meiðyrðamálið fara sína leið. Hann er nú að leita lögfræðirágjafar. „En það verður pottþétt gert. Hún verður að svara fyrir sín skrif, þá úr þægilegu stofunni sinni í Berlín, þar sem hún býr á kostnað íslenskra skattgreiðenda og rífur kjaft. Í þágu Andra Snæs.“
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira