Ætla að leggja mannanafnanefnd niður Samúel Karl Ólason skrifar 15. júní 2016 11:32 Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um miklar breytingar á mannanafnalöggjöfinni. Samkvæmt drögunum á meðal annars að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá, fella úr gildi ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og öfugt, fella úr gildi ákvæði um hámarksfjölda nafna, fella úr ákvæði um ættarnöfn og fleira. „Umræða um mannanafnalöggjöfina hefur verið áberandi í samfélaginu, m.a. í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar sem sker úr álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira. Hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins að takmarka þennan rétt,“ segir á vef ráðuneytisins. Drögin hafa verið birt á netinu og óskar ráðuneytið eftir rökstuddum tillögum eða athugasemdum. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á löggjöfinni. Á vef ráðuneytisins segir að eftirtalin atriði myndu meðal annars falla á brott.Ákvæði um hámarksfjölda nafna.Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar sem gerðar yrðu til eiginnafna væru að þau skyldu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Væri eiginnafn af íslenskum uppruna skyldi það falla að íslensku beygingarkerfi en sú krafa væri ekki gerð ef um viðurkennt erlent nafn væri að ræða.Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama.Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir yrðu á notkun ættarnafna og því félli bæði á brott vernd eldri ættarnafna og bann við nýjum.Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna en kveðið yrði á um að nöfn skuli rita í þjóðskrá með bókstöfum íslenska stafrófsins.Ákvæði um mannanafnanefnd og hlutverk hennar, sem og ákvæði um mannanafnaskrá. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur unnið drög að frumvarpi um miklar breytingar á mannanafnalöggjöfinni. Samkvæmt drögunum á meðal annars að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá, fella úr gildi ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og öfugt, fella úr gildi ákvæði um hámarksfjölda nafna, fella úr ákvæði um ættarnöfn og fleira. „Umræða um mannanafnalöggjöfina hefur verið áberandi í samfélaginu, m.a. í tengslum við ákvarðanir mannanafnanefndar sem sker úr álita- eða ágreiningsmálum sem upp kunna að koma um nafngjafir, nafnritun og fleira. Hefur því sjónarmiði vaxið ásmegin að réttur manna til að ráða sjálfir nöfnum sínum og barna sinna sé ríkari en hagsmunir samfélagsins að takmarka þennan rétt,“ segir á vef ráðuneytisins. Drögin hafa verið birt á netinu og óskar ráðuneytið eftir rökstuddum tillögum eða athugasemdum. Um er að ræða umfangsmiklar breytingar á löggjöfinni. Á vef ráðuneytisins segir að eftirtalin atriði myndu meðal annars falla á brott.Ákvæði um hámarksfjölda nafna.Ákvæði um að eiginnafn skuli geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, megi ekki brjóta í bága við íslenskt málkerfi og skuli ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Einu kröfurnar sem gerðar yrðu til eiginnafna væru að þau skyldu vera nafnorð, auðkennd með stórum upphafsstaf og án greinis. Væri eiginnafn af íslenskum uppruna skyldi það falla að íslensku beygingarkerfi en sú krafa væri ekki gerð ef um viðurkennt erlent nafn væri að ræða.Ákvæði um að stúlku skuli gefa kvenmannsnafn og dreng karlmannsnafn.Ákvæði um að eiginnöfn megi ekki vera þannig að þau geti orðið nafnbera til ama.Ákvæði um ættarnöfn, engar takmarkanir yrðu á notkun ættarnafna og því félli bæði á brott vernd eldri ættarnafna og bann við nýjum.Ákvæði um takmarkanir á notkun erlendra nafna en kveðið yrði á um að nöfn skuli rita í þjóðskrá með bókstöfum íslenska stafrófsins.Ákvæði um mannanafnanefnd og hlutverk hennar, sem og ákvæði um mannanafnaskrá.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira