Innlent

Heiðlóan komin í seinna fallinu

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lóan er óvenju seint á ferðinni í ár
Lóan er óvenju seint á ferðinni í ár Vísir/Ernir
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, en fyrsta heiðlóa ársins sást í morgun á flugi í Flóanum sunnan við Selfoss.

Lóan er óvenju seint á ferðinni í ár, en hún kemur að meðaltali til landsins þann 23. Mars.

Yann Kolbeinsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Norðausturlands, hefur haldið skrá um ferðir Lóunnar frá árinu 1998.

„Það hafa verið nokkrar í vetur og þær hafa veirð að ajást fram í mars en þetta er fyrsta sem er örugglega komin erlendis frá,“ segir Yann í samtali við Vísi.

„Þetta er svona í seinna fallinu. Ég hef reynt að halda utan um svona komur frá 1998 og það hefur á þeim tíma meðaltalið 23. mars. Þær hafa tvisvar komið seinna en í dag. Sú síðasta var 31. Mars, árið 2001. Sú sem hefur komið hvað fyrst af þeim öllum var 12. mars, árið 2013. Annars erhún yfirleitt alltaf á réttum tíma. það eru örfá tilfelli þar sem hún er óvenju seint eða snemma. hún er óvenjustundvís fugl.“

Lóan er einkennisfugl íslenskra móa og útbreiddur varpfugl um land allt og einnig á hálendinu. Lóan er vaðfugl sem verpur einkum á þurrum stöðum, mólendi og grónum hraunum. Hreiðrið er opin laut milli þúfna eða á berangri, klætt með stráum.

Vetrarheimkynnin eru í Vestur Evrópu, aðallega á Írlandi en einnig í Frakklandi, Portúgal og á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×