Gunnar finnur ekki fyrir pressu eftir tapið: "Spái ekki í því sem áður var“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 19:15 Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni. MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Sjá meira
Eftir margra vikna og mánaða leit að bardaga fannst loksins andstæðingur fyrir Gunnar Nelson sem snýr aftur í búrið í maí þegar að hann mætir Bandaríkjamanninum Neil Magny í Liverpool. Það verða liðnir 315 dagar frá tapinu gegn argentínska augnpotaranum Santiago Ponzinibbio þegar að Gunnar mætir Neil Magny. Það er einum degi meira en hann beið á milli síðustu tveggja bardaga. Þá var Gunnar rólegri yfir biðinni en nú hefur hann leitað logandi ljósi að mótherja í langan tíma. Hann er ólmur að leiðrétta það sem miður fór í Glasgow í fyrra. „Það er búið að vera langt ferli núna, alveg margir mánuðir, þar sem ég hef leitað að andstæðing. Þá einhverjum í topp fimmtán. Það hefur ekkert gengið þannig að núna er búið að negla þetta og maður er guðslifandi feginn,“ segir Gunnar. Gunnar hefur nýtt tímann vel til æfinga og segja innherjar hjá Mjölni að hann hafi aldrei verið sterkari en nú í gólfglímu. Er von á flugeldasýningum í næstu bardögum? „Við erum alltaf að vinna í nýjum hlutum og bæta við okkur. Ég tel að það komi til með að sjást nokkrir nýir þætti í mínum leik í næstu bardögum,“ segir hann. Þrátt fyrir skellinn á móti Ponzinibbio heldur Gunnar ótrauður áfram á toppinn. Að verða sá besti er hans markmið. „Frá því að ég byrjaði hef ég alltaf ætlað mér að fara alla leið. Maður ætlar aldrei inn í nokkra bardaga og vinna nokkra og tapa einhverjum. Maður ætlar alltaf að vinna allt. Það er bara þannig.“ Sama hvaða brögðum Ponzinibbio beitti skráist það sem tap á Gunnar sem varð undir öðru sinni á ferlinum sem aðalstjarna bardagakvölds. Hann hefur tapað þremur af síðustu sex, en finnur Gunnar fyrir mestu pressu ferilsins í aðdraganda þessa bardagakvölds í ljósi síðustu úrslita og stærð bardagans? „Ég hef áður tapað og komið til baka þannig mér finnst ég hafa gert ansi margt núna. Ég hef tapað og komið til baka og unnið aftur. Ég hef upplifað ýmislegt. Ég horfi bara á þetta út frá minni getur og mínum æfingum og síðan er ég bara að fara inn í bardaga,“ segir Gunnar. „Það sem gerðist áður er bara eitthvað sem maður er búinn að læra af. Ég nýtti það sem ég gat nýtt úr því og síðan er engin ástæða til að dvelja lengur við það. Ég sé enga ástæðu til þess. Ég fer í þennan bardaga af fullum hug og spái ekki í því sem að áður var,“ segir Gunnar Nelson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér efst í fréttinni.
MMA Tengdar fréttir Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00 Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00 Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir Warholm setti fyrsta heimsmetið Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Atli og Thelma Íslandsmeistarar í fjölþraut Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Hollywood-liðið komið upp í B-deild Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Elvar stigahæstur í öruggum sigri Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið 105 ár liðin frá „fyrsta“ Ólympíugulli Íslands Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Sjá meira
Bardagi Gunnars og Magny staðfestur: „Ég ætla mér að vinna allt“ Gunnar Nelson snýr aftur í búrið á móti Neil Magny í Liverpool 27. maí. 28. mars 2018 08:00
Gunnar: Ekki minn stíll að djöflast í mönnum á internetinu Gunnar Nelson prófaði aðeins að fíflast í Darren Till á Twitter en það skilaði engu. 28. mars 2018 12:00
Segir að tap fyrir Magny gæti sannað að Gunnar sé ekki einn af tíu bestu MMA-sérfræðingur Stöðvar 2 Sports hefur mikla trú á Gunnari í bardaga gegn Neil Magny. 27. mars 2018 14:00
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti