Heimir: Við erum nær ákvörðun en hópurinn er ekki klár Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2018 09:30 Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni í nótt. vísir/getty Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, var bæði sáttur og ósáttur eftir 3-1 tap á móti Perú í vináttuleik í New Jersey í nótt. Perú komst yfir snemma leiks með marki eftir fast leikatriði en Jón Guðni Fjóluson jafnaði og var staðan 1-1 í hálfleik. Perú samt betra liðið, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem að það kláraði leikinn. „Við erum svekktir með seinni hálfleikinn eftir að vinna okkur inn í fyrri hálfleikinn. Þetta byrjaði eins hræðilega og mögulegt var. Að fá á sig mark svona snemma á móti svona liði er slæmt,“ sagði Heimir Hallgrímsson í beinni útsendingu á RÚV eftir leikinn í nótt. „Við litum illa út fyrstu fimmtán mínúturnar. Við náðum aldrei að klukka þá. Þeir voru mun hraðari. Við unnum okkur smátt og smátt inn í leikinn og náðum að jafna.“Perúmenn skora annað markið.vísir/gettyÞeir voru mun betri „Við vorum þokkalega sáttir við hvernig við spiluðum úr fyrri hálfleiknum en við vissum að Perú væri gott lið í seinni hálfleik. Tölfræðin segir það. Þeir skora helmingi fleiri mörk í seinni hálfleik,“ sagði Heimir. Eyjamaðurinn vildi ólmur fá leiki gegn léttleikandi Ameríkuþjóðum eins og Mexíkó og Perú. Hann fékk ósk sína uppfyllta en fer heim með tvö töp á bakinu og markatöluna, 6-1. „Það verður bara að segjast að þeir voru mun betri en við í dag og einfaldlega númeri stærri. Saga leiksins er að við náðum bara ekki að klukka þá,“ sagði Heimir. „Ég held að við höfðum gott af því að spila við lið eins og Perú. Ég er búinn að horfa á ansi marga leiki með þeim. Það er hrikalega gaman að horfa á leiki með þeim. Þeir eru hraðir og tekknískir en samt viljugir og duglegir.“Birkir og Rúrik í baráttunni við Jefferson FárfanMikill lærdómur Þrátt fyrir að Heimir hafi verið ósáttur með spilamennskuna og tapið sagði hann ferðina góðan undirbúning fyrir leikinn á móti Argentínu í fyrsta leik á HM. Það eru þó leikmenn sem voru ekki að standa sig. „Við fengum smjörþefinn af því hvernig það er að spila á móti góðri suðuramerískri þjóð. Sumir voru í lagi en aðrir ekki á sama tempó. Þetta svaraði ýmsu fyrir okkur. Ég held að það sé gott fyrir okkur og strákana að hafa spilað leik eins og þennan,“ sagði Heimir, en er HM-hópurinn klár? „Við erum með eitthvað í huga. Þessi leikur var góður á margan hátt og mikill lærdómur. Við fengum svör sem við vildum fá út úr þessari ferð og nú fylgjumst við með leikmönnunum í næstu leikjum með þeirra félagsliðum. Auðvitað erum við nær en hópurinn er ekki klár,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00 Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Perú 1-3 | Fátt um svör í síðasta leiknum fyrir HM-valið Slakur síðari hálfleikur varð íslenska landsliðinu að falli í 3-1 tapi gegn Perú í vináttulandsleik liðanna í New Jersey í kvöld. Leikmennirnir hafa nú ekki fleiri landsliðstækifæri til þess að sýna sig og sanna fyrir HM. 28. mars 2018 02:00
Þjálfararnir fengu svör en enginn „festi sér sæti“ fyrir HM Strákarnir okkar töpuðu báðum leikjunum í Bandaríkjunum. 28. mars 2018 08:00