Söfnunarfé nýtist til að byggja upp en ekki til að bjarga ríkinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. mars 2018 07:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, heimsóttu Vog og Vík í gær og kynntu sér starfsemina. Þau fengu líka upplýsingar um reksturinn. Vísir/ernir „Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Það hefur alltaf verið bil og við höfum brúað það með okkar eigin fjáröflunum og sértekjum sem við höfum, en við getum það ekki núna. Þetta er orðið allt of mikið,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Samkvæmt nýrri greinargerð SÁÁ sem byggir á endurskoðuðu bókhaldi fyrir árið 2017 fjármagnar ríkið einungis 2/3 af heildarkostnaði þeirrar starfsemi sem SÁÁ rekur á Vogi, Vík og á göngudeildum. Samkvæmt greinargerðinni er heildarkostnaður við fyrrgreinda starfsemi rúmar 1,43 milljarðar króna. Framlag ríkisins nemur hins vegar 914 milljónum króna. Mismunurinn er rúmar 517 milljónir króna. „Þetta er alltaf stigversnandi. Í hruninu var þetta skorið niður mjög groddaralega og fyrstu tvö til þrjú árin þar á eftir. Svo hefur þetta ekkert gengið til baka. Það er alltaf sama upphæðin verðbætt en engu bætt við. Síðan hækkar allt annað,“ segir Arnþór. Hann bendir á að leguplássum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækki sífellt á Landspítalanum. Máli sínu til stuðnings bendir hann á grein eftir Þórarin Tyrfingsson, fyrrverandi yfirlækni á Vogi, þar sem fram kemur að sjúkrarúm á Landspítalanum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hafi verið 138 árið 1976, en 20 árið 2015.Sjúklingarnir séu í auknum mæli að leita til SÁÁ. Nú séð staðan þannig að yfir 500 manns séu á biðlista. „Við höfum aldrei séð svona tölu áður.“ Arnþór segir SÁÁ njóta mikils stuðnings á formi einkaframlaga og hið opinbera sé farið að ganga á lagið með það. „Það eru ekki mörg almannaheillafélög sem njóta jafn mikils stuðnings og hafa jafn mikla velvild. Það er náttúrlega vegna þess að það eru margir sem hafa komið og fengið þjónustu hérna. Það er einhvern veginn eins og ríkið hafi þá gengið á lagið og hugsað, jæja – þetta eru svo miklir safnarar að við bara drögum okkar framlag út úr þessu. Í raun og veru er það það sem gerist.“ Í skýrslunni er bent á að meðan sértekjur og fjáraflanir SÁÁ renni að mestu leyti í niðurgreiðslur á lögbundinni heilbrigðisþjónustu sem veitt hefur verið í áratugi glatist tækifæri til sóknar. Fjáraflanir SÁÁ ætti fremur að nýta til uppbyggingar og nýsköpunar í þjónustu sem skortir í samfélaginu
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vogur fullur og neyslan eykst Frá 1984 hefur sjúkrarúmum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga fækkað um 200. Biðlistar eftir að komast að í meðferð lengjast. Nauðsynlegt að verja meira fé til málaflokksins að mati framkvæmdastjóra lækninga. 19. mars 2018 08:00