Innlent

Klórinn ekki mál ráðuneytisins

Umhverfisráðuneytið telur ekki ástæðu til að aðhafast vegna vinnslu klórs í Kópavogi án starfsleyfis á þessu stigi málsins. Ráðuneytisstjóri segir að treysta verði Heilbrigðiseftirliti bæjarins til að tryggja öryggi íbúa svæðisins. Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, segir heilbrigðiseftirlitið ekki hafa fylgst með hvort Mjöll-Frigg hafi klárað klórgasbirgðir sínar sem það fékk leyfi til. Hætta á umhverfisslysi sé lítil sem engin eftir að þrýstingi sé létt af klórgasinu sem tilheyri framleiðslunni, nema ef gat komi á kerin sem geymi gasið. Hvort og hve mikið sé eftir af klórgasinu viti þeir því ekki. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, segir að komi fram ábendingar um að heilbrigðiseftirlitið sé ekki starfi sínu vaxið geti Umhverfisstofnun beitt sér í málinu. Þeir hafi verið fullvissaðir um af hálfu heilbrigðiseftirlitsins að engin hætta sé á ferðum. Forsvarsmenn Mjallar-Friggjar hitta bæjarráð Kópavogs á fimmtudag. Bæjarráð vill heyra í þeim áður en framhaldið verði ákveðið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×