Innlent

Ólöglegum bar lokað í Hafnarfirði

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ekki fylgir sögunni hvaða bar er um að ræða.
Ekki fylgir sögunni hvaða bar er um að ræða. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan segist hafa lokað bar í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gær. Þó svo að létt hafi verið á samkomubanni þann 4. maí og veitingastaðir hafi margir verið opnaðir á ný skulu krár og skemmistaðir áfram vera lokuð.

Í Hafnarfirði í gærkvöldi voru samankomin einn starfsmaður og sex viðskiptavinir sem gert var ljóst að starfsemi krárinnar teldist brot á sóttvarnarlögum. Viðskiptavinum var því vísað út og barnum lokað. Frekari eftirköst eru ekki tilgreind í dagbók lögreglu en ætla má að vert staðarins eigi yfir höfði sér sektargreiðslu.

Lögreglan segist jafnframt hafa brugðist við ábendingu um líkamsárás í Hafnarfirði skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Þar á að hafa verið ráðist á ungmenni sem hlutu einhverja áverka. Málið er til rannsóknar en lögreglan segist vinna það með aðkomu forráðamanna, að líkindum vegna ungs aldurs fórnarlambanna. Ekki fylgir sögunni hvort einhvers sé leitað vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×