Fetaði í fótspor pabba og afa og setti nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2018 10:00 Marcos Alonso í leiknum í gær. Vísir/Getty Chelsea leikmaðurinn Marcos Alonso skrifaði nýjan kafla í sögu spænska landsliðsins í fyrrakvöld þegar Spánn vann 6-1 stórsigur á Argentínu í Madrid. Marcos Alonso kom inná sem varmaður á 79. mínútu leiksins og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Hann hafði spilað þrjá leiki fyrir 19 ára landsliðið fyrir níu árum síðan en nú kom fyrsti A-landsleikurinn loksins þegar hann er orðinn 27 ára. Það verður þó að taka það fram að það er allt annað en auðvelt að komast í þetta frábæra spænska landslið en flott frammistaða Marcos Alonso með Chelsea síðustu tvö tímabil kom honum loksins í spænska landsliðsbúninginn. Marcos Alonso setti nýtt met með þessari innkomu í fyrrakvöld. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem afi, faðir og sonur ná því að spila allir fyrir spænska landsliðið.Entra Marcos Alonso y de esta manera España tiene su primera saga Abuelo-Padre-Hijo de internacionales: Marcos Alonso Imaz "Marquitos", Marcos Alonso Peña y Marcos Alonso Mendoza. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 27, 2018 Afi Marcos Alonso hét Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz og var framherji hjá Real Madrid. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1955 en landsleikirnir urðu á endanum bara tveir. Faðir Marcos Alonso hét Marcos Alonso Pena og spilaði sem vængmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1981 og endaði með því að spila 22 landsleiki. Hann spilaði bæði fyrir Barcelona og Atlético Madrid á sínum ferli. Marsmánuður var góður mánuður fyrir þá alla. Marcos Alonso spilaði sinn fyrsta landsleik 27. mars 2018, Marcos Alonso Pena lék sinn fyrsta A-landsleik 25. mars 1981 og Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán 17. mars 1955. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Chelsea leikmaðurinn Marcos Alonso skrifaði nýjan kafla í sögu spænska landsliðsins í fyrrakvöld þegar Spánn vann 6-1 stórsigur á Argentínu í Madrid. Marcos Alonso kom inná sem varmaður á 79. mínútu leiksins og lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Spán. Hann hafði spilað þrjá leiki fyrir 19 ára landsliðið fyrir níu árum síðan en nú kom fyrsti A-landsleikurinn loksins þegar hann er orðinn 27 ára. Það verður þó að taka það fram að það er allt annað en auðvelt að komast í þetta frábæra spænska landslið en flott frammistaða Marcos Alonso með Chelsea síðustu tvö tímabil kom honum loksins í spænska landsliðsbúninginn. Marcos Alonso setti nýtt met með þessari innkomu í fyrrakvöld. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn sem afi, faðir og sonur ná því að spila allir fyrir spænska landsliðið.Entra Marcos Alonso y de esta manera España tiene su primera saga Abuelo-Padre-Hijo de internacionales: Marcos Alonso Imaz "Marquitos", Marcos Alonso Peña y Marcos Alonso Mendoza. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 27, 2018 Afi Marcos Alonso hét Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz og var framherji hjá Real Madrid. Hann lék sinn fyrsta landsleik 1955 en landsleikirnir urðu á endanum bara tveir. Faðir Marcos Alonso hét Marcos Alonso Pena og spilaði sem vængmaður. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 1981 og endaði með því að spila 22 landsleiki. Hann spilaði bæði fyrir Barcelona og Atlético Madrid á sínum ferli. Marsmánuður var góður mánuður fyrir þá alla. Marcos Alonso spilaði sinn fyrsta landsleik 27. mars 2018, Marcos Alonso Pena lék sinn fyrsta A-landsleik 25. mars 1981 og Marcos „Marquitos“ Alonso Imaz lék sinn fyrsta landsleik fyrir Spán 17. mars 1955.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira