Vegagerðinni synjað um leyfi 13. október 2005 14:44 Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála. Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bæjarstjórn Ölfuss synjaði Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi vegna nýs vegar um Svínahraun fyrir helgi. Synjunin gæti orðið til þess að vegabæturnar frestist um fjölda ára. Fyrirhugað er að stytta þjóðveginn um Svínahraun og taka af um leið tvær varasamar beygjur, annars vegar fyrir neðan Hveradalabrekkuna og hins vegar við gatnamót Þrengslavegar. Upphaflega stóð til að bjóða út verkið snemma á þessu ári og átti vegurinn að vera tilbúinn nú í haust. Þá var hugmyndin að gatnamótin til Þorlákshafnar yrðu ekki mislæg heldur hefðbundin. Ölfusingar hafa hins vegar ákaft þrýst á að þarna verði mislæg gatnamót. Til að höggva á hnútinn hugðist Vegagerðin síðar í þessum mánuði bjóða verkið út með báðum þessum valkostum til að fá samanburð á kostnaði. Bæjarstjórn Ölfuss hafnaði því hins vegar fyrir helgi að veita framkvæmdaleyfi á þeim grundvelli að báðir kostir kæmu til greina og hefur með samþykkt sinni í raun sett það skilyrði að þarna verði mislæg gatnamót. Hjá Vegagerðinni eru menn nú að skoða hvernig bregðast eigi við þessari óvæntu uppákomu. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er meðal annars verið að skoða þann möguleika að kæra samþykkt bæjarstjórnarinnar til félagsmálaráðuneytis til að láta reyna á gildi hennar. Þá er frekari töf á útboði talin auka líkur á því að nýr vegur um Svínahraun lendi í hópi þeirra framkvæmda sem Vegagerðinni þarf að skera niður. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir nærri tveggja milljarða niðurskurði á næsta ári til vegamála.
Fréttir Innlent Sveitarstjórnarmál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira