Edin Van Der Sar, markvörðurinn knái, sem lék með Zinedine Zidane hjá Juventus segir að Frakkinn hafi hagað lífstíl sínum öðruvísi en aðrir leikmenn liðsins á þeim tíma.
Van Der Sar, sem er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, spilaði með Zidane hjá ítalska stórliðinu á árunum 1999 til 2001 en hann segir að það hafi verið erfitt að ná almennilega að spjalla við Zidane.
„Hann talar ekki mikið. Það var erfitt að tala við hann því hann talaði ekki góða ensku og tjáði sig bara á frönsku eða ítölsku,“ sagði Van der Sar við Ziggo Sport.
Edwin Van Der Sar says Zinedine Zidane was 'totally different' to his Juventus team-mates as he drove to training in a Fiat as they all arrived in Ferraris https://t.co/dvVKS0EEGW
— MailOnline Sport (@MailSport) May 7, 2020
„Ég man enn eftir deginum sem hann kom á æfingu á Fiat, í gallabuxum, í hvítri Levi skyrtu og í hvítum Adidas skóm.“
„Það var allt öðruvísi en þú hafðir séð aðra leikmenn gera sem komu í Ferrari og voru í Dolce & Gabbana og Versace.“
Zidane átti magnaðan feril og vann nokkra bikara með Juventus. Hann varð meistari þar tímabilin 1996/1997 og 1997/1998 en hann yfirgaf Juventus eins og Van Der Sar árið 2001. Markvörðurinn fór til Fulham en Zidane til Real Madrid.