CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. janúar 2020 10:50 Íslendingar eru sólgnir í Domino's Pizzur, ólíkt öðrum Norðurlandaþjóðum. Skjáskot Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC. Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. Árangurinn þykir sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að skyndibitakeðjan hefur ekki riðið feitum hesti frá starfsemi sinni annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir að sala Domino's á Íslandi hafi dregist saman á síðasta ári, sem rakið er til ytri aðstæðna í hagkerfinu, hefur salan hér á landi verið langt um meiri á hvert útibú en í Skandinavíu. Vandræði Domino's hafa verið hvað mest í Danmörku þar sem keðjan fór fram á gjaldþrotaskipti á síðasta ári, eftir afhjúpanir þarlendra fjölmiðla um rottugang og óhreinindi á sölustöðum hennar. CNBC rekur vandræði Domino's í Norður-Evrópu til ýmissa þátta; matarhefða í Skandinavíu, vantrausts í garð útlenskra stórfyrirtækja, sterkra innlendra skyndibitakeðja, hás launakostnaðar, fárra heimsendinga og dálæti Norðmanna á frosnum pizzum. Eins og greint var frá fyrra hyggjast breskir eigendur Domino‘s Pizza Group, sem rekur m.a. útibúin á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð, losa sig við reksturinn. Þeir sögðust hreinlega ekki vera „besti eigandi þessara fyrirtækja“ og leita því kaupanda. Ekki er vitað hvort reksturinn verður hlutaður niður, íslenski anginn seldur sér t.d., eða hvort nýir eigendur muni kaupa allan pakkann. Líklegast þykir að Bandaríkjamenn eða Ástralir taki við rekstri Domino's í Norður-Evrópu, eða heimamenn sem þekkja markaðina betur. Hér að neðan má sjá fyrrnefnda umfjöllun CNBC.
Veitingastaðir Tengdar fréttir Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42 Mest lesið Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Sjá meira
Í sterkri stöðu eftir söluna á Domino's Eyja fjárfestingafélag, sem er í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kjartansdóttur, var með 3 milljarða króna eigið fé í lok síðasta árs. 23. október 2019 06:15
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Reksturinn á Íslandi gengur sinn vanagang Rekstur Domino's á Íslandi mun áfram ganga sinn vanagang þrátt fyrir fyrirhugaða sölu Domino's Pizza Group, eiganda Domino's á Íslandi, á rekstrinum. 17. október 2019 12:42