Sendu út viðvörun um kjarnorkuslys fyrir mistök Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 10:14 Skokkari við Ontario-vatn með Pickering-kjarnorkuverið í baksýn. Til stóð að taka verið úr notkun í ár en því hefur verið frestað til 2024. AP/Frank Gunn Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press Kanada Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira
Kanadísk yfirvöld segja að neyðarviðvörun um slys í kjarnorkuveri sem íbúar í Ontario-fylki fengu í farsíma sína í gærmorgun hafi verið send út fyrir mistök. Tvær klukkustundir liðu frá upphaflegu tilkynningunni þar til önnur var send út um að engin hætta væri á ferðum. Í tilkynningunni frá almannavarnamiðstöð Ontario sagði að starfslið Pickering-kjarnorkuversins austan við borgina Toronto brygðist við slysi þar en að geislavirkt efni hefði ekki losnað frá verinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fólk þyrfti ekki að gera neyðarráðstafanir. Hún var send út til fólks sem var í innan við tíu kílómetra fjarlægð frá verinu klukkan hálf átta að staðartíma í gærmorgun. Ontario Power Generation, fyrirtækið sem rekur kjarnorkuverið, segir að tilkynningin hafi verið send út fyrir mistök. Þau voru þó ekki leiðrétt fyrr en með öðrum skilaboðum sem voru send út þegar hátt í tveir tímar voru liðnir frá upphaflegu tilkynningunni. AP-fréttastofan segir að tilkynningin hafi verið send út við hefðbundna æfingu almannavarna. Dave Ryan, borgarstjóri í Pickering, segist ætla að fara fram á ítarlega rannsókn á uppákomunni. Í yfirlýsingu varadómsmálaráðherra Ontario kom fram að ráðist yrði í slíka rannsókn og að komið yrði í veg fyrir að mistök af þessu tagi yrðu endurtekin. Skilaboðin sem voru send í síma fólks nærri Pickering-kjarnorkuverinu.AP/The Canadian Press
Kanada Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Erlent Fleiri fréttir Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Sjá meira