Siglingar varasamar fyrir norðan 13. október 2005 18:54 "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira