Ástand stúlkunnar sem slasaðist alvarlega í bílslysi við Varmahlíð í byrjun mánaðarins er óbreytt, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún er enn í öndunarvél en ástand hennar er stöðugt.
Maðurinn sem slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi uppi á Akranesi á dögunum, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild spítalans. Líðan hans er góð eftir atvikum og hann er á batavegi.