Innlent

Fundi sjómanna og útgerðarmanna seinkaði um rúma klukkustund

Birgir Olgeirsson skrifar
Fundur samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna með ríkissáttasemjara hófst klukkan 17:20 í dag. Fundurinn hafði verið boðaður klukkan fjögur en þegar í karphúsið var komið ákváðu samninganefndir sjómanna annars vegar og útgerðarmanna hins vegar að draga sig afsíðis til funda enn frekar áður en gengið var til fundar við ríkissáttasemjara.

Fór samninganefnd sjómanna inn í eitt herbergi og samninganefnd útgerðarmanna inn í annað herbergi. Þær komu síðan út úr herbergjunum rétt eftir klukkan 17 og gengu síðan til fundar við ríkissáttasemjara klukkan 17:20.

Búist er fastlega við að fundurinn með sáttasemjara muni dragast fram á kvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×