R Kelly sakaður um að gera 14 ára stúlku að kynlífsþræl Birgir Olgeirsson skrifar 28. mars 2018 10:40 Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly. Vísir/Getty Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Fyrrverandi kærasta bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly segir hann hafa reynt að búa 14 ára stúlku undir að verða kynlífsþrællinn hans. Kærastan fyrrverandi heitir Kitti Jones en rætt er við hana í væntanlegri heimildarmynd sem sýnd verður á BBC3. Söngvarinn er þar sakaður af Jones um að hafa brotið kynferðislega á stúlku síðan hún var fjórtán ára gömul.Greint er frá því á vef breska dagblaðsins The Guardian að um sé að ræða nýja ásökun í röð ásakanna á hendur tónlistarmanninum fyrir kynferðisbrot gegn ungum konum.R. Kelly svaraði ekki fyrirspurnum BBC né Guardian um málið.Vísir/GettyHeimildarmyndin ber heitið R Kelly: Sex, Girls and Videotapes. Þar er segir Jones frá því hvernig hún og Kelly byrjuðu saman árið 2011, en sambandið stóð yfir í tvö ár. Jones, sem er 34 ára í dag, segir Kelly hafa reynt að hafa mikla stjórn á henni og var hún að eigin sögn neydd til að stunda kynlíf með honum og öðrum í það minnsta tíu sinnum í kynlífsdýflissu. „Ég var kynnt fyrir einni af stúlkunum sem hann sagðist hafa þjálfað frá því hún var fjórtán ára gömul. Þetta sagði hann. Hún var klædd eins og ég og sagði hluti á sama hátt og ég myndi segja þá. Það var þá sem ég fattaði að Kelly hafði verið að búa mig undir að verða eitt af gæludýrum hans. Hann kallar þær gæludýr.“ Guardian segir Kelly hvorki hafa svarað fyrirspurnum BBC né Guardian um málið. Hann hefur hins vegar áður neitað ásökunum um kynferðisbrot gegn konum. Árið 2008 var hann sýknaður af ásökunum um að framleiða barnaníðsefni. Var hann sakaður um að hafa myndað þegar hann hafði samræði við fjórtán ára gamla stúlku. Hann er sagður hafa komist að samkomulagi fyrir utan dómstóla um greiðslur á bótum til kvenna. Þar á meðal var Tiffany Hawkings en Kelly var sakaður um að hafa brotið gegn henni í þrjú ár frá því hún var fimmtán ára gömul. Guardian segir Kitti Jones hafa áður talað opinberlega um R Kelly. Þar á meðal í viðtali við Rolling Stone tímaritið í október árið 2017 þar sem hún sagði hann hafa veist að sér með ofbeldi eftir að hún ræddi við hann um barnaníðsefni.R. Kelly hefur komist að samkomulagi utan dómsal við fjölda kvenna um greiðslu bóta.Vísir/Getty
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira