Diego Costa: Þetta er ástæðan fyrir því að þið getið ekki gagnrýnt Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 10:30 Diego Costa í leiknum í gær. Vísir/Getty Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Diego Costa kom Spánverjum í gang í gærkvöldi í 6-1 stórsgri á argentínska landsliðið en mótherjar Íslands á HM fengu slæman skell aðeins 78 dögum fyrir HM í Rússlandi. Diego Costa skaut á Argentínumenn eftir leikinn og þá aðallega fyrir meðferð þeirra á Lionel Messi. Lionel Messi gat ekki spilað með argentínska landsliðinu í leiknum vegna meiðsla en hann hefur jafnan fengið á sig harða gagnrýni í heimalandinu vegna þess að argenínska landsliðið spilar ekki eins vel og Barcelona. Diego Costa taldi ástæðu til þess að taka upp hanskann fyrir Lionel Messi eftir leikinn í gærkvöldi. „Argentínumenn gagnrýna Messi mikið en sjáið bara hvað gerðist í kvöld. Þá sáuð þið hvernig þetta fer þegar Messi er ekki með. Þetta er allt annað lið án Messi,“ sagði Diego Costa eftir leik. Lionel Messi er markahæsti landsliðsmaður Argentínu frá upphafi með 61 mark í 123 landsleikjum. Diego Maradona náði „aðeins“ að skora 34 mörk fyrir argentínska landsliðið.Para Diego Costa, a Argentina é uma equipa totalmente diferente sem Messi em campo. #SPAARGhttps://t.co/QLfUKa05D7 — Bancada.pt (@Bancada_pt) March 27, 2018 „Þú gagnrýnir ekki leikmann eins og Messi. Fólk ætti að þakka honum fyrir. Þegar Messi spilar ekki þá breytist Argentína í allt annað lið. Við myndum spila allt öðru vísi á móti liðinu ef Messi væri með,“ sagði Diego Costa. Argentínumenn komust á HM þökk sé þrennu frá Lionel Messi í lokaleiknum, leik sem liðið varð að vinna. Messi skoraði 7 mörk í 10 leikjum í undankeppninni en framherjarnir Gonzalo Higuain, Sergio Aguero, Lucas Pratto, Lucas Alario, Mauro Icardi og Dario Benedetto skoruðu bara þrjú mörk samanlagt. Messi missti af átta leikjum í undankeppninni og argentínska landsliðið náði aðeins í sjö stig í þeim. Liðið fékk aftur á moti 21 stig í þeim tíu leikjum sem hann spilaði eða 75 prósent stiga sinna í undankeppninni.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira