Innlent

Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhring

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn.
Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna hér á landi síðastliðinn sólarhring samkvæmt nýjustu upplýsingum á vefsíðunni covid.is.

Tvö ný smit greindust í gær en enginn hafði greinst með veiruna síðustu þrjá daga þar á undan.

Alls hefur 1.801 einstaklingur greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26 manns eru í einangrun og þrír á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu. Enn eru 699 manns í sóttkví. Tíu manns  hafa látist vegna veirunnar.

Alls voru 367 sýni greind hjá Íslenskri erfðagreiningu síðastliðinn sólarhring og 95 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Klukkan 14 í dag hefst upplýsingafundur almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirunnar en þar munu þeir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fara yfir stöðu mála.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi og á Stöð 2 Vísir á rás 5 í kerfum Símans og Vodafone.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×