Keflavíkurflugvöllur er tómlegur þessa dagana svo vægt sé til orða tekið. Icelandair heldur úti flugi til Stokkhólms, Boston og London en annars er lítið annað en fraktflutningar sem ratar hingað til lands.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, skellti sér suður með sjó í morgun og nýtti fallega birtu til að mynda flugvöllinn úr lofti.
Ekki var sálu að sjá þegar Vilhelm myndaði drónann sinn og vantaði bara Palla úr bókinni Palli var einn í heiminum til að mæta á flugvöllinn og velja sér flugvél til að fljúga eins og í sögunni.