Körfubolti

Baldur Þór tekinn við Stólunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baldur við undirskriftina í dag.
Baldur við undirskriftina í dag. mynd/tindastóll
Baldur Þór Ragnarsson var í dag ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Tindastóls en hann kemur í Skagafjörðinn úr Þorlákshöfn þar sem hann gerði frábæra hluti síðasta vetur.

Baldur Þór samdi við Stólana til þriggja ára og mun samhliða þjálfuninni hafa yfirumsjón með styrktarþjálfun meistaraflokks karla og kvenna. Hann verður einnig yfirþjálfari yngri flokka ásamt því að stýra körfuboltaakademíu Tindastóls og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.

Israel Martin hefur stýrt Stólunum síðustu ár en Skagfirðingar ákváðu að leita á önnur mið.

„KKD Tindastóls lítur björtum augum á framtíðina með góðan kjarna af heimamönnum og ferskan andblæ frá nýjum ungum þjálfara. Erum við mjög ánægð að fá Baldur í hópinn. Hann er klár, ákveðinn og gríðarlega metnaðarfullur þjálfari sem hefur skýra sýn á stefnu og framtíð Tindastóls,“ segir Ingólfur Jón Geirsson, formaður körfuknattleiksdeildar Stólanna, í fréttatilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×