Verulegur samdráttur hagnaðar hjá Arion vegna WOW air og Wikileaksdóms Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 20:42 Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka. Vísir/Arion Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“ Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hagnaður Arion banka á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var 1,0 milljarður króna. Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 1,9 milljarðar. Stefán Pétursson, starfandi bankastjóri Arion banka, segir að gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Wikileaks gegn Valitor hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins.Stefán segir óreglulega liði gera það að verkum að afkoman á ársfjórðungnum valdi vonbrigðum. Regluleg starfsemi bankans hafi þó farið batnandi og helstu tekjuliðir eins og vaxta- og þóknanatekjur og tekjur af tryggingastarfsemi hafi vaxið á milli ára. Arion banki greiddi tíu milljarða króna í arð á ársfjórðungnum og samsvarar það fimm krónum á hlut. Heildareignir voru 1.223 milljarðar í lok mars en þær voru 1.164 milljarðar í lok síðasta árs. Þá nam eigið fé 193 milljörðum í lok mars, samanborið við 201 milljarð í lok 2018. „Hvað óreglulega liði varðar þá eru það einkum gjaldþrot WOW air og dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli gegn Valitor sem hafa neikvæð áhrif á afkomuna en sala bankans á hlut sínum í Farice vegur upp á móti. Einnig hefur hægt á í hagkerfinu sem dregur úr tekjuvexti og eykur almennar niðurfærslur, en þær taka mið af væntingum um þróun efnahagslífsins,“ er haft eftir Stefáni í yfirlýsingu Arion banka vegna uppgjörsins. Yfirlýsinguna, uppgjörið og frekari upplýsingar má finna hér á vef Arion.Þar er einnig haft eftir Stefáni að fjárhagsstaða bankans sé afar sterk. Mikilvæg skref hafi verið tekin á tímabilinu til að ná fram hagstæðari fjármagnsskipan. „Aðalfundur samþykkti lækkun á hlutafé til jöfnunar á eigin hlutum bankans, sem átti um 9,3% hlutafjár, og arðgreiðslu sem samsvarar 5 krónum á hlut eða rúmum 9 milljörðum króna. Þessar aðgerðir hafa verið framkvæmdar og eru mikilvægur liður í bankinn nái fjárhagslegum markmiðum sínum til næstu 3-5 ára.“Funda með væntanlegum kaupendum á næstu vikum Stefán nefnir söluferli Valitor, dótturfélags Arion banka, og segir að til standi að selja félagið að hluta eða fullu. Þar að auki segir hann að gert sé ráð fyrir fyrstu fundum með væntanlegum kaupendum á næstu vikum. „Væntum við þess að niðurstaða fáist í söluferlið á þessu ári. Nýlegur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem félagið var dæmt til að greiða 1,2 milljarða króna í skaðabætur, hefur ekki áhrif á söluferli félagsins.“
Íslenskir bankar WOW Air Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira