Saka dómsmálaráðherra Bandaríkjanna um vanvirðingu gagnvart þinginu Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 21:39 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Andrew Harnik Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. Það hafi hann gert með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar um að afhenda þingmönnum nefndarinnar skýrslu Robert Mueller í heild sinni og án útstrikana auk allra gagna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkslínum þar sem 24 þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með tillögunni og 16 þingmenn Repúblikanaflokksins gegn henni. Tillagan fer fyrir fulltrúadeildina í heild sinni á næstu dögum.Fyrr í dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, krafist trúnaðar um skýrsluna en mikil barátta geisar nú á milli Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Hvíta hússins. Demókratar eru að beita ýmsum leiðum til að rannsaka Trump og ríkisstjórn hans og Hvíta húsið hefur meinað vitnum að ræða við þingmenn og komið í veg fyrir afhendingu gagna.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumJerrold Nadler, formaður dómsmálanefndarinnar, segir viðræður við Dómsmálaráðuneytið ekki hafa skilað árangri og því sé málið aftur komið á byrjunarreit. Hann segir starfsmenn Hvíta hússins fara fram með fordæmalausum hætti við að hindra eftirlitsskyldu þingsins. „Enginn, og sérstaklega ekki æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, getur komist upp með það að hunsa vilja þingsins og löglega stefnu,“ hefur Politico eftir Nadler.Hann sagði einnig að Demókrötum þætti þessar aðgerðir ekki jákvæðar en þeir ættu engra kosta val og vísaði hann til „einræðistilburða“ Trump. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar sé til komin vegna pólitíkur og hún sé óþörf. AP fréttaveitan hefur eftir Kerri Kupec, talskonu ráðuneytisins, að um „óviðeigandi og leikræna“ tilburði sé að ræða. Þá sagði hún Barr hafa gert gífurlega mikið til að segja þingmönnum og almenningi frá rannsókn Robert Mueller. Við það má bæta að Barr hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur sagði frá niðurstöðum Rússarannsóknarinnar, mörgum vikum áður en hann opinberaði skýrsluna með miklum útstrikunum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa logið að þingmönnum.Sjá einnig: Þingforsetinn sakar Barr um lygarDómsmálanefndin hefur einnig skoðað það að fá Robert Mueller sjálfan á fund nefndarinnar. Barr sagði upprunalega að hann væri ekki mótfallinn því. Það var áður en Trump sagði það ekki koma til greina. Ekki liggur fyrir hvernig trúnaðarkrafa Trump mun hafa áhrif á það. Hins vegar er búist við því að Mueller muni hætta hjá Dómsmálaráðuneytinu á næstu vikum og þá gæti krafa Trump ekki náð yfir hann. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Meðlimir dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaraþings hafa ákveðið að saka William Barr, dómsmálaráðherra, um að sýna þinginu vanvirðingu. Það hafi hann gert með því að verða ekki við stefnu nefndarinnar um að afhenda þingmönnum nefndarinnar skýrslu Robert Mueller í heild sinni og án útstrikana auk allra gagna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Atkvæðagreiðslan fór eftir flokkslínum þar sem 24 þingmenn Demókrataflokksins greiddu atkvæði með tillögunni og 16 þingmenn Repúblikanaflokksins gegn henni. Tillagan fer fyrir fulltrúadeildina í heild sinni á næstu dögum.Fyrr í dag hafði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, krafist trúnaðar um skýrsluna en mikil barátta geisar nú á milli Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og Hvíta hússins. Demókratar eru að beita ýmsum leiðum til að rannsaka Trump og ríkisstjórn hans og Hvíta húsið hefur meinað vitnum að ræða við þingmenn og komið í veg fyrir afhendingu gagna.Sjá einnig: Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnumJerrold Nadler, formaður dómsmálanefndarinnar, segir viðræður við Dómsmálaráðuneytið ekki hafa skilað árangri og því sé málið aftur komið á byrjunarreit. Hann segir starfsmenn Hvíta hússins fara fram með fordæmalausum hætti við að hindra eftirlitsskyldu þingsins. „Enginn, og sérstaklega ekki æðsti yfirmaður dómsmála í landinu, getur komist upp með það að hunsa vilja þingsins og löglega stefnu,“ hefur Politico eftir Nadler.Hann sagði einnig að Demókrötum þætti þessar aðgerðir ekki jákvæðar en þeir ættu engra kosta val og vísaði hann til „einræðistilburða“ Trump. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneytinu segir að atkvæðagreiðsla nefndarinnar sé til komin vegna pólitíkur og hún sé óþörf. AP fréttaveitan hefur eftir Kerri Kupec, talskonu ráðuneytisins, að um „óviðeigandi og leikræna“ tilburði sé að ræða. Þá sagði hún Barr hafa gert gífurlega mikið til að segja þingmönnum og almenningi frá rannsókn Robert Mueller. Við það má bæta að Barr hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig hann hefur sagði frá niðurstöðum Rússarannsóknarinnar, mörgum vikum áður en hann opinberaði skýrsluna með miklum útstrikunum. Hann hefur jafnvel verið sakaður um að hafa logið að þingmönnum.Sjá einnig: Þingforsetinn sakar Barr um lygarDómsmálanefndin hefur einnig skoðað það að fá Robert Mueller sjálfan á fund nefndarinnar. Barr sagði upprunalega að hann væri ekki mótfallinn því. Það var áður en Trump sagði það ekki koma til greina. Ekki liggur fyrir hvernig trúnaðarkrafa Trump mun hafa áhrif á það. Hins vegar er búist við því að Mueller muni hætta hjá Dómsmálaráðuneytinu á næstu vikum og þá gæti krafa Trump ekki náð yfir hann.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48 Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11 Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22 Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00 Demókratar hafna tilboði Barr varðandi skýrslu Mueller 19. apríl 2019 23:53 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. 5. maí 2019 23:48
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Mueller ósáttur við samantekt Barr á skýrslu Rússarannsóknarinnar Robert Mueller sakar dómsmálaráðherra meðal annars um að hafa skapað rugling varðandi niðurstöður rannsóknarinnar. 1. maí 2019 09:11
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Trump krefst trúnaðar um Mueller-skýrsluna Ákvörðunin kemur í kjölfar deilna á milli Bandaríkjaþings og Hvíta hússins um aðgang að skýrslunni óritskoðaðri og vitnisburð lykilvitna. 8. maí 2019 15:22
Sagður haga sér eins og lögmaður Trump en ekki dómsmálaráðherra William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á fund þingnefndar þar sem Demókratar eru í meirihluta, degi eftir að hafa mætt á fund nefndar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. 2. maí 2019 11:00