Sorphirðumenn gerðu ekkert rangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2014 17:30 Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun. Lögreglan segir málið byggt á misskilningi. Vísir/Heiða Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að ekki var um innbrotstilraun að ræða í hús Heiðars Helgusonar í höfuðborginni í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Vinnubrögð sorphirðumanna í tilvikinu sem Vísir greindi frá í gær voru með öllu eðlileg að því er kemur fram í tilkynningunni. Um nýjan starfsmann var að ræða sem fór með masterslykil að húsinu til að athuga hvort sorptunnan kynni að vera innan við dyr að bílskúr enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Umræddur masterslykill er geymdur í ruslabílnum en fljótlega kom í ljós að lykillinn gekk ekki að skránni því enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Hér að neðan má sjá tilkynningu sem Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, sendi út í kjölfar rannsóknar lögreglu. Þar kemur fram að fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar hafi að eigin frumkvæði farið til lögreglu í morgun og gert grein fyrir málinu. Í kjölfarið hafi lögreglan skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að ekkert óeðlilegt hafi verið á ferðinni heldur misskilningur. Fréttastofa Vísis ítrekar afsökunarbeiðni sína til sorphirðumanna sem birt var á vefnum í morgun.Sorphirðufólk var eingöngu að sinna starfi sínuRannsókn lögreglu vegna tilkynningar um að starfsfólk Sorphirðu Reykjavíkur hafi gert tilraun til innbrots í íbúðarhús miðvikudaginn 9. apríl hefur leitt í ljós að starfsfólkið var eingöngu að sinna starfi sínu.Sorphirða Reykjavíkur leggur sig fram um að veita góða þjónustu. Starfsfólkið er auðþekkt í sjálflýsandi öryggisklæðnaði og hefur með verkum sínum öðlast traust borgarbúa.Sorphirða Reykjavíkur harmar ónákvæmar fréttir og staðhæfingar á visi.is og í Fréttablaðinu um málið. Ekki var haft samband við viðkomandi starfsmenn eða lögreglu áður en fréttin birtist.Fréttin og umræða í kjölfar hennar ollu starfsfólki sorphirðunnar verulegum óþægindum því vegið var að æru þess og starfsheiðri. Þar sem þeim ofbauð fréttaflutningurinn ákváðu það að mótmæla kröftuglega fyrir utan höfuðstöðvar 365, sem rekur Vísi og Fréttablaðið, í morgun. Í kjölfarið baðst fréttastjóri Vísis afsökunar.Fulltrúar starfsfólks Sorphirðunnar fóru að eigin frumkvæði til lögreglunnar í morgun og gerðu grein fyrir málinu. Lögreglan hefur skoðað gögn málsins, rætt við alla málsaðila og lýst því yfir að hér hafi ekki verið neitt óeðlilegt á ferðinni heldur misskilningur.Reykvíkingar geta hér eftir sem hingað til treyst Sorphirðu Reykjavíkur. Mikilvægt er að sýna öllum vinsemd og virðingu.Með bestu kveðjumBjarni Brynjólfsson, Upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar
Tengdar fréttir Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05 Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49 Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Sorphirðumenn reyndu að brjótast inn til Heiðars Helgusonar Mennirnir náðust á myndband og lögreglan er með málið til rannsóknar. 9. apríl 2014 19:05
Yfirlýsing frá fréttastjóra Vísis: Sorphirðumenn Reykjavíkur beðnir afsökunar Frétt Vísis um meinta innbrotstilraun hjá fjölskyldu Heiðars Helgusonar líklega á misskilningi byggð. 10. apríl 2014 09:49
Segir ólíklegt að um innbrotstilraun hafi verið að ræða Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir að vonandi muni rannsókn lögreglunnar sýna fram á að um misskilning sé að ræða. 9. apríl 2014 22:24