Lífið

Jon Ola Sand býður Elon Musk á Eurovision

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elon Musk verður mögulega í sínu fínasta pússi í Tel Aviv.
Elon Musk verður mögulega í sínu fínasta pússi í Tel Aviv. Getty
Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur mikinn áhuga á að mæta á Eurovision í Tel Aviv. Hann greinir frá áhuga sínum á Twitter og segist hafa langað að skella sér á keppnina síðan finnska hljómsveitin Lordi sigraði árið 2006.

Norðmaðurinn Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, var ekki lengi að grípa boltann á lofti og hefur boðið Musk miða á úrslitakvöldið 18. maí. Uppselt er á úrslitakvöldið en þó er enn hægt að kaupa lúxusmiða á kvöldið sem kosta um 70 þúsund krónur.

Fróðlegt verður að sjá hvort Musk þekkist boði Jon Ola Sand sem hvetur Musk til að senda sér skilaboð á Twitter svo þeir geti gengið frá málunum.

Musk upplýsir í þræðinum að ein Teslanna hans beri nafnið Eurovison en auk þess hafi hann nefnt bíla sína Blood, Gandalf the Grey og Superdraco.

Hatari er þrettánda atriði á svið á fyrra undanúrslitakvöldinu 14. maí. Lagi þeirra Hatrið mun sigra er spáð góðu gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.