Stjórn Jóhönnu vinsælli en ríkisstjórn Sigmundar Davíðs ári eftir kosningar Brjánn Jónasson skrifar 10. apríl 2014 09:39 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur lent í talsverðum mótvindi á því ári sem liðið er frá kosningum. Fréttablaðið/GVA Rúmur fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en um helmingur óánægður, samkvæmt könnun Capacent. Ánægjan með ráðherra ríkisstjórnarinnar er minni en með ráðherra í síðustu ríkisstjórn eftir rúmt ár í embætti. Capacent kannar reglulega ánægju fólks með störf ráðherra, síðast birti fyrirtækið niðurstöður slíkrar könnunar á þriðjudag. Sé meðaltal ráðherranna skoðað sést að um 26 prósent eru að meðaltali ánægð með störf ráðherranna, 22 prósent eru hvorki ánægð né óánægð og 51 prósent er óánægt. Ánægjan með ráðherrana er minni en í könnun Capacent sem gerð var í apríl 2010. Þá hafði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setið í um það bil ár, eins og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs nú. Þá sögðust að meðaltali 29 prósent ánægð með ráðherrana, 30 prósent hvorki ánægð né óánægð en 42 prósent sögðust óánægð. „Það er augljóst miðað við samanburðartímann, þetta fyrsta ár ríkisstjórnanna, að núverandi ríkisstjórn er óvinsælli en sú gamla,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann bendir á að utanþingsráðherrarnir tveir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, hafi verið vinsælustu ráðherrar fyrri stjórnar á þessum tíma, og þeir hafi átt sinn þátt í að hífa upp ánægju með þá stjórn. Grétar segir að stjórn Jóhönnu hafi þegar steytt á fyrsta Icesave-skerinu þegar þarna var komið, og lítið hafi farið fyrir loforðum um norræna velferð og skjaldborg um heimilin. Á móti sé núverandi ríkisstjórn búin að kynna niðurfellingu lána, sem hafi verið stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Grétar segir litla ánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vekja athygli. Það megi hugsanlega setja í samhengi við umdeilda þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Rúmur fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en um helmingur óánægður, samkvæmt könnun Capacent. Ánægjan með ráðherra ríkisstjórnarinnar er minni en með ráðherra í síðustu ríkisstjórn eftir rúmt ár í embætti. Capacent kannar reglulega ánægju fólks með störf ráðherra, síðast birti fyrirtækið niðurstöður slíkrar könnunar á þriðjudag. Sé meðaltal ráðherranna skoðað sést að um 26 prósent eru að meðaltali ánægð með störf ráðherranna, 22 prósent eru hvorki ánægð né óánægð og 51 prósent er óánægt. Ánægjan með ráðherrana er minni en í könnun Capacent sem gerð var í apríl 2010. Þá hafði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setið í um það bil ár, eins og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs nú. Þá sögðust að meðaltali 29 prósent ánægð með ráðherrana, 30 prósent hvorki ánægð né óánægð en 42 prósent sögðust óánægð. „Það er augljóst miðað við samanburðartímann, þetta fyrsta ár ríkisstjórnanna, að núverandi ríkisstjórn er óvinsælli en sú gamla,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann bendir á að utanþingsráðherrarnir tveir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, hafi verið vinsælustu ráðherrar fyrri stjórnar á þessum tíma, og þeir hafi átt sinn þátt í að hífa upp ánægju með þá stjórn. Grétar segir að stjórn Jóhönnu hafi þegar steytt á fyrsta Icesave-skerinu þegar þarna var komið, og lítið hafi farið fyrir loforðum um norræna velferð og skjaldborg um heimilin. Á móti sé núverandi ríkisstjórn búin að kynna niðurfellingu lána, sem hafi verið stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins. Grétar segir litla ánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vekja athygli. Það megi hugsanlega setja í samhengi við umdeilda þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira