Bandaríkjamenn draga verulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 18:49 Þota af gerðinni A-10 Thunderbolt II hefur sig til lofts á Incirlik-flugvellinum. Vélin er í eigu Bandaríkjahers. vísir/getty Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu. Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bandaríkjaher hefur dregið allverulega úr starfsemi sinni á Incirlik-herflugvellinum í Tyrklandi og íhugar að hætta henni til frambúðar. Bandaríkjamenn hafa nýtt sér herstöðina í hernaði gegn Íslamska ríkinu undanfarin ár. Ákvörðunin er talin helgast af auknum kala í samskiptum Tyrklands og Bandaríkjanna vegna stríðandi hagsmuna í átökunum í Sýrlandi. Hafa fjölmiðlar vestanhafs fullyrt að ákvörðunin sé ein harkalegasta afleiðing hnignandi sambands ríkjanna tveggja hingað til. Bandaríkjamenn sömdu við Tyrki um afnot af Incirlik-herflugvellinum árið 2015. Samningurinn náði aðeins til aðgerða Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu og var tekið sérstaklega fram að Bandaríkjamenn mættu ekki nota herstöðina til þess að aðstoða Kúrda í hernaði. Þjóðverjar sömdu um afnot af Incirlik-herflugvellinum 2016, einnig í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, en Erdogan Tyrklandsforseti meinaði þeim frekari notkun á henni í júní á síðasta ári. Tyrkir hafa ekki óheimilað Bandaríkjum afnot af Incirlik, að minnsta kosti ekki formlega. Hins vegar hafa bandarískir hermenn fullyrt að torvelt hafi reynst að starfa á flugvellinum að undanförnu. Tyrkir hafi beitt ýmsum brögðum til þess að hindra starfsemi Bandaríkjahers á herstöðinni.Incirlik-herflugvöllurinn er í útnára borgarinnar Adana, ekki langt frá landamærum Sýrlands.mynd/googlemapsHaft hefur verið eftir tyrkneskum embættismanni að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik sýni ekki fram á bresti í samskiptum Bandaríkjamanna og Tyrkja, heldur stýrist hún af aukinni áherslu Bandaríkjamanna á hernaðaraðgerðir í Afganistan í stað Sýrlands. Samband þjóðanna tveggja hefur hins vegar verið stormasamt um árabil en stuðningur Bandaríkjamanna við Kúrda undanfarin ár hefur reynst Tyrkjum þungbær. Átök milli Tyrkja og Kúrda eiga sér áralanga sögu en harðir bardagar blossuðu upp í Afrinhéraði í Sýrlandi milli Tyrkja og Verndarsveitum Kúrda (YPG), sem studdir eru af Bandaríkjamönnum, í lok janúar. Átökin stöfuðu af tilraunum Tyrkja til þess að ná landsvæðinu á sitt band.Vísir greindi frá því skömmu eftir að átökin brutust út að bandarískir embættismenn hefðu staðhæft að uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Tyrkja hafi skotið reglulega á bandaríska herinn í bænum Manbij. The Wall Street Journal greinir frá því að ákvörðunin um að minnka umsvif á Incirlik-herstöðinni séu einnig afleiðing af því að hægst hefur á aðgerðum Bandaríkjahers gegn Íslamska ríkinu.
Tengdar fréttir Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02 Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00 Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00 Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Harðir bardagar geisa í Afrin Tyrkir sögðust í gær hafa tekið tvö þorp í norðurhluta héraðsins en YPG mun þó hafa rekið þá aftur á brott í stórri gagnárás. 22. janúar 2018 13:02
Tyrkir byrjaðir að gera árásir á Kúrda Varnarmálaráðherra Tyrklands segir aðgerðir gegn sýrlenskum Kúrdum í Afrinhéraði byrjaðar. 19. janúar 2018 12:00
Tóku fjóra bæi af YPG í Afrin Tyrkneski herinn hefur sölsað undir sig bæi í Afrin-héraði Sýrlands. Brjóta hersveitir Kúrda á bak aftur. 23. janúar 2018 07:00
Fleiri handtekin fyrir andstöðu við aðgerðir Tyrkjahers í Afrin Bannað er að tala gegn aðgerðum Tyrkja í Afrin-héraði Sýrlands. Forysta tyrknesku læknasamtakanna handtekin sem og andstæðingar Erdogan-stjórnarinnar sem lýstu vanþóknun sinni á samfélagsmiðlum. 3. febrúar 2018 07:00