Erlent

Assange laus gegn tryggingu

Breskur dómari kvað upp þann úrskurð fyrir stundu að Julian Assange skyldi látinn laus gegn tryggingu. Mikið hefur verið spáð og spekúlarað hvað yrði um Assange. Það hefur nú komið í ljós að það voru alls ekki sænsk yfirvöld sem lögðust gegn því að Assange yrði sleppt gegn tryggingu. Það var breska ákæruvaldið sem það gerði. Mál Assanges um hvort hann verður framseldur til Svíþjóðar verður svo tekið fyrir ellefta janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×