Innlent

Þúsundir erlendra ferðamanna á Íslandi yfir hátíðirnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Erna Hauksdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Nú þegar eru bókaðir um það bil 1200 ferðamenn um jólin á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík. Það er það svipaður fjöldi og hefur verið síðustu tvö árin, samkvæmt upplýsingum frá Ernu Hauksdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Nú hafa verið bókaðir um 3.400 gestir á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík um áramótin, en flestir gististaðir verða opnir gestum. Erna segir að þetta sé heldur fleira en áður hefur verið. Þar sem bókunartíminn styttist sífellt sé trúlegt að fleiri bætist við. Þá segir Erna að fjölmargir erlendir ferðamenn séu hér milli jóla og nýárs án þess að dvelja yfir hátíðisdagana sjálfa.

Ferðamennirnir koma mjög víða að en fjölmennastir eru Bretar, Norðurlandabúar, Japanir, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×