Trump tapaði svo miklu að hann greiddi engan tekjuskatt Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2019 11:00 Trump í Atlantic-borg árið 1988. Spilavíti hans þar fóru rakleiðis á hausinn. Vísir/Getty Persónulegt tap Donalds Trump Bandaríkjaforseta var svo mikið á árunum 1985 til 1994 að hann þurfti ekki að greiða tekjuskatt í átta af árunum tíu. Alls varð meira en milljarðs dollara tap á rekstri helstu fyrirtækja Trump sem hefur lýst sjálfum sér sem einum klókasta kaupsýslumanni heims. Þetta er á meðal þess sem New York Times segir að komi fram í opinberum skattskjölum Trump fyrir tímabilið og blaðið hefur komist yfir. Skjölin eru ekki skattskýrslur hans sjálfar. Blaðið fékk upplýsingar úr þeim og tókst að finna tölur um Trump í yfirliti bandarísku skattstofunnar (IRS) yfir hátekjufólk sem stemmdu við þær. Í ljós kemur að Trump tapaði meira en 250 milljónum dollara bæði árið 1990 og 1991. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum. Allt frá því í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hefur Trump dregið upp mynd af sér sem sjálfsköpuðum auðjöfri sem hafi náðargáfu í viðskiptum og samningaviðræðum. Hann hefur á sama tíma staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalanga hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur geri það.Trump hefur ítrekað fullyrt að hann hafi sjálfur komist í álnir og án mikillar aðstoðar föður síns. Skattskjöl hafa þvert á móti sýnt að hann erfði hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum.Vísir/EPAUm 143,5 milljarða króna tap á tíu árum Fyrirtæki Trump, spilavíti, hótel og verslunarrými í íbúðarbyggingum, töpuðu tugum milljóna dollara árið 1985 og héldu áfram að skila tapi allt tímabilið. Í varð um 1,17 milljarða dollara tap á rekstri þeirra til 1994. Það er jafnvirði um 143,5 milljarða íslenskra króna. Tapið var svo mikið að Trump gat komist hjá því að greiða tekjuskatt öll árin nema tvö. New York Times segir ekki vitað hvort að skattstofan hafi krafið Trump um skattinn síðar eftir endurskoðun. Lögmaður Trump segir að upplýsingarnar um fjármál forsetans sé „sannanlega rangar“. Umfjöllun blaðsins um skattskýrslur og fyrirtækjarekstur hans séu „afar ónákvæmar“ án þess þó að nefna dæmi um rangfærslur. Fullyrti hann að gögn IRS væru alræmd fyrir að vera ónákvæm og að þau gæfu ekki raunsanna mynd af fjármálum skattgreiðenda. Fyrrverandi yfirmaður rannsókna, greiningar og tölfræði hjá IRS hafnar því og segir gagnagrunn skattayfirvalda þvert á móti afar áreiðanlegan. New York Times segir að heimildarmaður þess hafi geta veitt því upplýsingar um skattgreiðslur Fred Trump, föður forsetans. Þær upplýsingar stemmi nákvæmlega við raunverulegar skattskýrslur hans sem blaðið hefur áður komist yfir.Eitt spilavítanna í Atlantic-borg sem Trump keypti en enduðu í þroti.Vísir/GettyDeilt um skattskýrslur forsetans Frétt New York Times birtist á sama tíma og fjárveitinganefnd Bandaríkjaþings krefst þess að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðninni í gær þrátt fyrir að lög virðist kveða skýrt á um heimild nefndarinnar til að kalla eftir gögnunum. Ljóst þykir að málið eigi eftir að fara fyrir dómstóla. Þá hefur forsetinn höfðað mál gegn fjármálastofnunum sem hann hefur átt í viðskiptum við til að koma í veg fyrir að þær afhendi Bandaríkjaþingi gögn um fjármál hans. Skjölin sem New York Times er með undir höndum eru ekki fyrir sama tímabil og það Bandaríkjaþing vill fá upplýsingar um. Tímabilið einkenndist af mikilli útþenslu viðskiptaveldis Trump og meiriháttar hruni. Forsetinn hefur kennt kreppu á 9. áratugnum um ófarir sínar þá. Blaðið hefur áður fjallað ítarlega um fjármál Trump og fjölskyldu hans. Trump-fjölskyldan hafi beitt vafasömum brögðum til þess að færa auðæfi foreldra Trump forseta til hans og systkina hans án þess að þurfa að greiða erfðaskatt. Sú umfjöllun sýndi fram á að, öfugt við þá ímynd sem Trump hefur sjálfur skapað um að hann hafi sjálfur byggt upp viðskiptaveldi, forsetinn hafi að miklu leyti erft auðæfi sín frá föður sínum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53 Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Persónulegt tap Donalds Trump Bandaríkjaforseta var svo mikið á árunum 1985 til 1994 að hann þurfti ekki að greiða tekjuskatt í átta af árunum tíu. Alls varð meira en milljarðs dollara tap á rekstri helstu fyrirtækja Trump sem hefur lýst sjálfum sér sem einum klókasta kaupsýslumanni heims. Þetta er á meðal þess sem New York Times segir að komi fram í opinberum skattskjölum Trump fyrir tímabilið og blaðið hefur komist yfir. Skjölin eru ekki skattskýrslur hans sjálfar. Blaðið fékk upplýsingar úr þeim og tókst að finna tölur um Trump í yfirliti bandarísku skattstofunnar (IRS) yfir hátekjufólk sem stemmdu við þær. Í ljós kemur að Trump tapaði meira en 250 milljónum dollara bæði árið 1990 og 1991. Hann virðist hafa verið sá einstaklingur sem tapaði mestu í Bandaríkjunum þau ár, tvöfalt meira en sá næsti á eftir honum. Allt frá því í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar árið 2016 hefur Trump dregið upp mynd af sér sem sjálfsköpuðum auðjöfri sem hafi náðargáfu í viðskiptum og samningaviðræðum. Hann hefur á sama tíma staðfastlega neitað að birta skattskýrslur sínar þrátt fyrir áratugalanga hefð fyrir því að forsetaframbjóðendur geri það.Trump hefur ítrekað fullyrt að hann hafi sjálfur komist í álnir og án mikillar aðstoðar föður síns. Skattskjöl hafa þvert á móti sýnt að hann erfði hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum.Vísir/EPAUm 143,5 milljarða króna tap á tíu árum Fyrirtæki Trump, spilavíti, hótel og verslunarrými í íbúðarbyggingum, töpuðu tugum milljóna dollara árið 1985 og héldu áfram að skila tapi allt tímabilið. Í varð um 1,17 milljarða dollara tap á rekstri þeirra til 1994. Það er jafnvirði um 143,5 milljarða íslenskra króna. Tapið var svo mikið að Trump gat komist hjá því að greiða tekjuskatt öll árin nema tvö. New York Times segir ekki vitað hvort að skattstofan hafi krafið Trump um skattinn síðar eftir endurskoðun. Lögmaður Trump segir að upplýsingarnar um fjármál forsetans sé „sannanlega rangar“. Umfjöllun blaðsins um skattskýrslur og fyrirtækjarekstur hans séu „afar ónákvæmar“ án þess þó að nefna dæmi um rangfærslur. Fullyrti hann að gögn IRS væru alræmd fyrir að vera ónákvæm og að þau gæfu ekki raunsanna mynd af fjármálum skattgreiðenda. Fyrrverandi yfirmaður rannsókna, greiningar og tölfræði hjá IRS hafnar því og segir gagnagrunn skattayfirvalda þvert á móti afar áreiðanlegan. New York Times segir að heimildarmaður þess hafi geta veitt því upplýsingar um skattgreiðslur Fred Trump, föður forsetans. Þær upplýsingar stemmi nákvæmlega við raunverulegar skattskýrslur hans sem blaðið hefur áður komist yfir.Eitt spilavítanna í Atlantic-borg sem Trump keypti en enduðu í þroti.Vísir/GettyDeilt um skattskýrslur forsetans Frétt New York Times birtist á sama tíma og fjárveitinganefnd Bandaríkjaþings krefst þess að fá skattskýrslur forsetans afhentar. Steve Mnuchin, fjármálaráðherra, hafnaði beiðninni í gær þrátt fyrir að lög virðist kveða skýrt á um heimild nefndarinnar til að kalla eftir gögnunum. Ljóst þykir að málið eigi eftir að fara fyrir dómstóla. Þá hefur forsetinn höfðað mál gegn fjármálastofnunum sem hann hefur átt í viðskiptum við til að koma í veg fyrir að þær afhendi Bandaríkjaþingi gögn um fjármál hans. Skjölin sem New York Times er með undir höndum eru ekki fyrir sama tímabil og það Bandaríkjaþing vill fá upplýsingar um. Tímabilið einkenndist af mikilli útþenslu viðskiptaveldis Trump og meiriháttar hruni. Forsetinn hefur kennt kreppu á 9. áratugnum um ófarir sínar þá. Blaðið hefur áður fjallað ítarlega um fjármál Trump og fjölskyldu hans. Trump-fjölskyldan hafi beitt vafasömum brögðum til þess að færa auðæfi foreldra Trump forseta til hans og systkina hans án þess að þurfa að greiða erfðaskatt. Sú umfjöllun sýndi fram á að, öfugt við þá ímynd sem Trump hefur sjálfur skapað um að hann hafi sjálfur byggt upp viðskiptaveldi, forsetinn hafi að miklu leyti erft auðæfi sín frá föður sínum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53 Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44 Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00 Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53 Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Fleiri fréttir Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Sjá meira
Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Rannsókn New York Times bendir til þess að Trump hafi fengið hundruð milljóna dollara frá foreldrum sínum. Hann og fjölskylda hans hafi beitt svikum til að forðast að greiða skatt af fjármununum. 2. október 2018 19:53
Reyna að koma í veg fyrir afhendingu fjármálagagna forsetans Lögmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa varað endurskoðendafyrirtækið Mazars USA við því að afhenda þingmönnum Demókrataflokksins fjármálagögn forsetans sem spanna tíu ár. 16. apríl 2019 11:44
Íhuga rannsókn á meintum skattsvikum Trump Verið er að skoða rannsókn New York Times þar sem því er haldið fram að Trump og faðir hans hafi beitt ýmsum ráðum til að koma rúmum 413 milljónum dala úr sjóðum Fred til sonarins, án þess að greiða rétta skatta. 3. október 2018 14:00
Trump og fjölskylda reyna að stöðva eftirlit þingsins Stefna sem Trump, þrjú elstu börn hans og fyrirtæki lögðu fram í gær á að koma í veg fyrir að tvær fjármálastofnanir afhendi gögn sem Bandaríkjaþing krefur þær um. 30. apríl 2019 07:53
Fjármálaráðherrann neitar að afhenda skattskýrslur Trump Fordæmalaust er að fjármálaráðherra hafni kröfu þingnefndar um upplýsingarnar sem virðist byggjast á skýrri lagaheimild. 7. maí 2019 13:10