Innlent

Veðurstofan varar við hafís

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokkuð hefur verið um hafís undan ströndum Íslands að undanförnu. Mynd/ Landhelgisgæslan.
Nokkuð hefur verið um hafís undan ströndum Íslands að undanförnu. Mynd/ Landhelgisgæslan.
Hafís er nú nálægt Vestfjörðum, mest um 10-12 sjómílum frá landi. Næsta sólahring er útlit fyrir að hann færist nær landi og ógni verulega siglingaleiðinni fyrir Horn og um Húnaflóa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Gert er ráð fyrir norðaustanáttum frá laugardegi og fram eftir næstu viku og ætti ísinn þá að reka til vesturs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×