Innlent

Erlendir ferðamenn mæli ekki göturnar svangir um jólin

„Látum það ekki spyrjast að erlendir ferðamenn mæli göturnar svangir um jólin,“ segir í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu.
„Látum það ekki spyrjast að erlendir ferðamenn mæli göturnar svangir um jólin,“ segir í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu. Mynd/Stefán Karlsson
Starfsfólk Höfuðborgarstofu hefur tekið saman lista um opnunartíma ýmiskonar þjónustu yfir jól og áramót. Fjölmargir aðilar leggja hönd á plóginn við að hafa meira opið nú en á jólum hér á árum áður, að fram kemur í tilkynningu frá Höfuðborgarstofu.

Sem fyrr eru það veitingastaðir hótela sem helst hafa opið á aðfangadag og jóladag en nokkrir smærri veitingastaðir hafa nú einnig bæst í hópinn. „Enn fleiri staðir eru svo opnir um áramótin. Flest þjónusta er lokuð á jóladag í Reykjavík en mörg söfn og sundlaugar eru opin á aðfangadag og annan í jólum og Bláa lónið er opið alla daga yfir hátíðirnar," segir í tilkynningunni.

Starfsfólk Höfuðborgarstofu telur afar mikilvægt að flestir erlendir ferðamenn sem dvelja í borginni yfir hátíðirnar hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þá þjónustu sem í boði er. „Látum það ekki spyrjast að erlendir ferðamenn mæli göturnar svangir um jólin vegna þess að þeir fengu ekki upplýsingar um þá þjónustu sem í boði er."

Listann er hægt að nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×