Viðskipti innlent

Frumvarp um búvörulög feli í sér aftöku á keppinautum MS og KS

Bjarki Ármannsson skrifar
Frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi felur í sér breytingar í samræmi við nýgerða búvörusamninga, sem Ólafur M. Magnússon hefur gagnrýnt ásamt öðrum.
Frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi felur í sér breytingar í samræmi við nýgerða búvörusamninga, sem Ólafur M. Magnússon hefur gagnrýnt ásamt öðrum. Vísir/Stefán
Ólafur M. Magnússon, forstjóri Mjólkurbúsins Kú, segir stjórnarfrumvarp um breytingu á búvörulögum fela í sér hreina aftöku á keppinautum Mjólkursamsölunnar (MS) og Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á mjólkurvörumarkaði.

Þetta segir í tilkynningu til fjölmiðla sem Ólafur skrifar undir. Frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi felur í sér breytingar í samræmi við nýgerða búvörusamninga, sem Ólafur hefur einnig gagnrýnt ásamt öðrum.

Í tilkynningunni er það sagt sérstaklega alvarlegt að frumvarpið kveði á um þak á það magn af hrámjólk sem keppinautar MS og KS geta keypt og það bundið við fimm prósent af heildarmagni markaðsráðandi afurðarstöðvar.

Þá er það sagt mjög alvarlegt að frumvarpið færi allt verðlagningarvald til MS. Ólafur segir það mega vera ljóst að bæði frumvarpið og samningarnir gangi gegn stjórnarskráarákvæðum um atvinnufrelsi og jafnræðisreglu.

Í tilkynningunni kemur fram að KÚ munu senda eftirlitsstofnun EFTA athugasemdir við frumvarpið. Alþingi er hvatt til þess að hafna frumvarpinu.


Tengdar fréttir

Stór mál bíða afgreiðslu

Þingflokksformaður Framsóknar segir kosningar ekki verða nema málalisti ríkisstjórnarinnar klárist á sumarþingi. Umdeildir búvörusamningar bíða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×