Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:00 Olíuverð hefur lækkað á heimsvísu vegna kórónuveirunnar. Innkaupastjóri segir það koma greinilega fram á Íslandi. Mynd/Vísir. Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús. Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. „Það er nú oft þannig að þú færð öfgakenndustu viðbrögðin á Íslandi. O þannig hefur úrvalsvísitalan íslenska til dæmis lækkað meira frá áramótum en DOW Jones," segir Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá greiningu Capacent. Á síðasta mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um hátt í tíu prósent. Hún tók þó við sér í dag í fyrsta sinn í nokkurn tíma samhliða hækkunum á öllum félögum í kauphöllinni. Kórónuveiran hefur haft svipuð neikvæð áhrif í kauphöllum um allan heim. Og þá sérstaklega á hlutabréf flugfélaga vegna óvissu í ferðaþjónsutu. Á síðasta mánuði nemur lækkunin hjá Icelandair 25 prósentum. Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Capacent. „Það er útlit fyrir að það verði samdráttur í ferðaþjónustu í ár og þar af leiðandi gætum við séð samdrátt í landsframleiðslu," segir Snorri. Til marks um þetta bendir hagfræðideild Landsbankans á að komum kínverskra ferðamanna gæti fækkað vegna veirunnar. Gert hafði verið ráð fyrir verulegri fjölgun. Veiran hefur víðtækari áhrif á markaði og vegna minni eftirspurnar hefur olíuverð tekið skarpa dýfu. Það birtist meðal annars á Íslandi. Hér á landi hefur verð lækkað nokkuð síðan í lok janúar. „Hérna heima hefur bensínverð lækkað um sjö krónur og dísillinn um tíu krónur," segir Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóri N1. Þetta sé ekki síst óvenjulegt fyrir þær sakir að díselolía hækkar vanalega um þessar mundir vegna aukinnar kyndingar. „En vegna kórónuvírussins. Aðallega bara vegna hans, að þá hefur orðið töluverð lækkun," segir hann. OPEC-ríkin funda í Vínarborg á morgun og talið er líklegt að ákveðið verði að draga úr framleiðslu. Magnús segist ekki viss um að það dugi til að ná jafnvægi. „Vegna þess að áhrifin frá kórónuvírusnum eru svo mikil. Til dæmis eru Kínverjar farnir að fara flytja út bensín. Sem er nú vanalega þjóð sem þarf að flytja inn eldsneyti. Af því eftirspurnin hefur minnkað svo mikið," segir Magnús.
Bensín og olía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira