Meirihluti vill að Siv hætti 13. október 2005 14:32 Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Mikill meirihluti þingflokks Framsóknarflokksins er þess fylgjandi að Siv Friðleifsdóttir verði látin taka pokann sinn þegar Framsókn lætur ráðherrastól umhverfismála af hendi til Sjálfstæðisflokksins. Hópur framsóknarkvenna berst fyrir stöðu Sivjar og formaður landssamtaka Framsóknarkvenna segir mikla ólgu innan flokksins. Það er tæpur mánuður þar til Framsóknarmenn láta stól umhverfisráðherra af hendi til Sjálfstæðismanna. Halldór Ásgrímsson, hefur haldið spilunum þétt að sér, en allt bendir nú til þess að það verði Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra sem missi ráðherrastól. Fréttastofa hefur margar góðar heimildir fyrir því að mikill meirihluti 12 manna þingflokks Framsóknarflokksins sé þeirrar skoðunar að Siv þurfi að fara. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, þykir hafa mjög sterka stöðu innan þingflokksins, og vaxið jafnt af störfum sínum sem hógværð, eins og einn þingmaður Framsóknar orðaði það. Athygli vakti í dag auglýsing 40 framsóknarkvenna sem skora á þingflokkinn að virða lög flokksins um jafnrétti. Framsóknarmenn sem fréttastofa hefur rætt við segja þessa herferð afar gagnsæja, hún sé augljóslega til að berjast fyrir stöðu Sivjar, en auk þess er þar að finna dyggar stuðningskonur Jónínu Bjartmarz, sem fannst framhjá henni gengið í fyrra. Flestum ber þó saman um að Jónína sé ekki á leiðinni í ráðherrastól. Una María Óskarsdóttir, formaður Landssambands Framsóknarkvenna segir fulla ástæðu til að óttast stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn hafi verið fyrstur til að semja jafnréttisáætlun á flokksþingi en nú líti út fyrir að framsóknarkonum muni fækka í ríkisstjórn og því hafi þær vissulega áhyggjur. Dagný Jónsdóttir, yngsta þingkona Framsóknarmanna er ekki hrifin af framtaki kynsystra sinna, eins og fram kemur á heimasíðu hennar í dag. Hún segir meðal annars í pistli sínum: "Ég tilheyri þessum hópi kvenna og karla sem vilja velja einstakling hverju sinni sem hentar best í það hlutverk sem velja á í. Það er minn skilningur á nútíma jafnréttisbaráttu,.." Í lögum Framsóknarflokksins og í jafnréttisáætlun hans er skýrt kveðið á um að það skuli stefnt að því, að að minnstka kosti 40 % af hvoru kyni gegni trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Það er því eðlilegt að spurt sé hvort skoðanir Dagnýjar séu á skjön við stefnu framsóknarflokksins. Dagný segist þó hafa verið að lýsa sinni skoðun og hún standi fast við hana. Hún vilji nútímajafnrétti þar sem ekki þurfi að mismuna fólki eftir kyni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira