Rúnar hrósar Lars: Á langstærstan þátt í uppgangi landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. júní 2016 19:15 Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Rúnar Kristinsson er á sínu öðru tímabili sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lilleström. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hitti kappann á heimili hans í Noregi á dögunum. „Þjálfunin sem slík er ekkert ólík, þetta eru allt fótboltamenn og við stefnum allir að sama marki, að verða betri,“ sagði Rúnar aðspurður um muninn á íslenska og norska boltanum „En auðvitað er öll umgjörð stærri, meiri pressa og fleiri í kringum þetta sem hafa skoðanir.“ Rúnar segist vera ánægður í starfi þrátt fyrir að það séu ekki alltaf jólin í þessu starfi. „Sveiflurnar eru miklar en maður vill halda áfram í þessu starfi, reyna að búa sér til feril í þjálfun og sjá hvort maður komist á stærra svið,“ sagði Rúnar sem gerði KR tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og þrisvar sinnum að bikarmeisturum áður en hann tók við Lilleström.Rúnar var einnig afar farsæll leikmaður og er leikjahæsti leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi. Hann hlakkar að sjálfsögðu til EM í Frakklandi þar sem Ísland verður á meðal þátttökuliða í fyrsta sinn. Hann segir að Lars Lagerbäck eigi stærstan þátt í uppgangi landsliðsins á undanförnum árum. „Hann á langstærstan þátt í því. Þetta eru auðvitað frábærir leikmenn en það þarf að stjórna þeim og skipuleggja leik liðsins. Það er allt skipulagt í þaula hjá þeim. Þeir spila nánast alltaf sama leikkerfið og leikmenn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera,“ segir Rúnar. En dreymir hann um að þjálfa íslenska landsliðið? „Ég held að maður þurfi að bíða aðeins þangað til maður verður eldri og reyndari. Þú labbar ekkert úr því að vera leikmaður og yfir í þjálfun. Þetta er hörkuvinna og maður er alltaf að læra,“ sagði Rúnar sem hefur trú á að íslenska liðið fari upp úr sínum riðli á EM.Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira