Útgerðarfélag Reykjavíkur unir illa dómi héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 18:53 Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. skoðar nú stöðu sína eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi félagið til þess að greiða þrotabúi Glitnis um tvo milljarða króna vegna afleiðusamninga frá árinu 2008. Félagið unir illa dómnum „sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu,“ eins og segir í tilkynningu ÚR.Sjá einnig: Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Í tilkynningu kemur fram að félagið telji þrotabú Glitnis ekki aðila málsins „vegna þess að það afsalaði sér hinum meintu kröfum með sk. stöðugleikasamkomulagi við íslenska ríkið í desember 2015 áður en ÚR var stefnt í apríl 2016.“ Vill ÚR meina að allir ársreikningar Glitnis frá frá árunum 2015 til 2019 sem og ríkisreikningur fyrir árið 2016 staðfesti að umræddar kröfur séu ekki á meðal eigna þrotabúsins heldur ríkissjóðs: „Héraðsdómur átti að vísa málinu frá vegna þess að ÚR er dæmt til að greiða aðila sem á ekki þessa meinta kröfu. Eftir að málið var dómtekið hefur komið fram í mati ríkisendurskoðanda, sem framkvæmdastjóri ÚR hefur undir höndum, að umræddar kröfur eru í eigu ríkisjóðs. ÚR óskaði eftir því fyrir dómi að stöðugleikasamningurinn yrði gerður opinber og lagður fyrir dóminn og var framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Íslands kallaður fyrir með samninginn, en hann óhlýðnaðist dómara og neitaði að mæta með samninginn. Vitnisburður framkvæmdastjórans hjá Seðlabanka Íslands, stangast á við fullyrðingar í ársreikningum Glitnis 2015 til 2019, ríkisreikningi fyrir 2016 og Ríkisendurskoðanda. ÚR unir illa úrskurði héraðsdóms sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Glitnis og fulltrúar hins opinbera komast undan kröfu um að sanna aðild sína að málinu. Það skýtur skökku við þegar gerðar eru auknar kröfur af almenningi og hinu opinbera til einkaaðila um gagnsæi að opinberir aðilar haldi kyrfilega leyndum samningum sem þeir gera við þrotabú í eigu erlendra huldusjóða og hindri þannig framgang eðlilegrar réttvísi hér á landi,“ segir í tilkynningunni en undir hana ritar Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00 Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38 Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Við eigum kannski ekki tvo milljarða í cash-i“ Svo virðist sem að endurrit af hljópupptökum af símtölum á milli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og forstöðumanns gjaldeyrisviðskipta hins fallna banka Glitnis í október 2008 hafi skipt sköpum í máli þrotabúi Glitnis gegn útgerðarfélaginu. 3. mars 2020 14:00
Útgerðarfélag Reykjavíkur dæmt til að greiða þrotabúi Glitnis tvo milljarða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem hét um árabil Brim, til þess að greiða Glitni Hold Co, þrotabúi hins fallna banka Glitnis, tvo milljarða í deilu um greiðsluskyldu útgerðarfélagsins vegna 31 afleiðusamnings sem gerðir voru árið 2008. 3. mars 2020 10:38