Menning

Finna upp lyf gegn gleymsku

Ertu gleyminn? Þá er komin á markað pilla sem bjargar því. Lyfið CX717 eflir glútamat í heilanum, en það eykur getuna til að læra og muna. Rannsóknir í Bretlandi sýndu jafnframt að lyfið jók á árvekni svefnvana tilraunadýra. Þau voru látin gangast undir röð prófa um miðjan dag og svo aftur skömmu eftir miðnætti. Þau sem fengu lyfið stóðu sig margfalt betur. Vísindamaðurinn Gary Lynch við háskólann í Kaliforníu er maðurinn sem á hugmyndina að lyfinu og hann telur líklegt að það geti nýst bæði Alzheimer-sjúklingum og þeim sem þjást af flugþreytu. Framleiðandi lyfsins, Cortex, segir að lyfið geti gagnast þeim sem þjást af drómasýki, þ.e. sofna um miðjan dag, og ofvirkum einstaklingum með athyglisbrest. Alheilbrigðir gætu fengið sér pillu til að hressa sig aðeins við. Þar sem lyfið er ekki örvunarefni hefur það ekki önnur áhrif og truflar ekki svefn. Vísindamaðurinn Lynch segir að í raun geri það taugafrumunum kleift að tengjast betur. Árangurinn sé betra minni og meiri árvekni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.