Innlent

Árni Johnsen bauð uppá konfekt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dýrindis konfekt var í boði á Alþingi í dag. Mynd/ Frikki.
Dýrindis konfekt var í boði á Alþingi í dag. Mynd/ Frikki.
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bauð samstarfsfélögum sínum á Alþingi upp á dýrindis konfekt við upphaf þingfundar í dag. Eftir því sem fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kemst næst er um að ræða Nóa Síríus konfekt.

Árni segir að um sé að ræða hefð sem hafi myndast. Hann bjóði alltaf upp á konfekt að lokinni atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Slíkar atkvæðagreiðslur séu yfirleitt mjög langar. „Ég er búinn að gera þetta í yfir 20 ár núna held ég,“ segir Árni.

Myndatökumaður fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis tók eftir því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fékk sér ekki mola þó henni væri boðið það. Hið sama gilti um þingmennina Sigurð Kára Kristjánsson og Guðlaug Þór Þórðarson. Hvort þau hafi haft frétt Stöðvar 2, sem birtist um daginn um að Íslendingar væru orðnir fjórða feitasta þjóð í heimi, sér til varnaðar skal þó ósagt látið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×