Erlent

Julian Assange þakklátur

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var lautinn laus gegn tryggingu í dag
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var lautinn laus gegn tryggingu í dag Mynd/AP
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var lautinn laus gegn tryggingu í dag en dómari yfirréttar í Lundúnum staðfesti niðurstöðu undirréttar og hafnaði áfrýjun saksóknara. Assange ávarpaði fjölmiðla á sjötta tímanum fyrir utan Royal High Court.

Hann þakkaði fyrir þann stuðning sem honum hafði verið sýndur víða um heim. Þá þakkaði Assange sérstaklega þeim fjölmiðlum sem voru tilbúnir að kafa undir yfirborðið vegna þeirra ásakana sem settar hafa verið fram á hendur honum. Assange lýsti einnig yfir trausti og ánægju með breskt dómskerf. Eftir hið stutta ávarp hvarf Assange á braut í fylgd lögmanna sinna og ráðgjafa og svaraði ekki spurningum fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×