Viðar Örn: "Skemmtilegast að skora í svona leikjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 08:00 Viðar Örn í leik með Rubin Kazan, þar sem hann var á láni frá Rostov. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15
Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti