Viðar Örn: "Skemmtilegast að skora í svona leikjum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 08:00 Viðar Örn í leik með Rubin Kazan, þar sem hann var á láni frá Rostov. Vísir/Getty Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða. Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Landsliðsframherjinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að leikur hans í dag sé með þeim stærri á ferlinum en lið hans Yeni Malatyaspor mætir tyrkneska stórveldinu Galatasaray á útivelli í úrvalsdeildinni þar í landi. Viðar Örn gekk í raðir Yeni Malatyaspor á dögunum en hann kemur á láni frá rússneska liðinu Rostov. Dvöl Viðars í Rússlandi var ekki upp á marga fiska en þessi magnaði markahrókur hefur vart geta hætt að skora síðan hann hélt í atvinnumennsku árið 2013. Þá lá leiðin til Noregs en síðan hefur Viðar Örn spilað í Kína, Svíþjóð, Ísrael, Rússlandi og nú Tyrklandi. Vísir heyrði í Viðari Erni fyrir leik dagsins en stuðningsmenn Galatasaray eru þekktir fyrir allt annað en að vera vingjarnlegir. Frægt er þegar Manchester United mætti þeim hér á árum áður og voru boðnir velkomnir með borða sem stóð á „Welcome to Hell“ eða „Velkomnir til Helvítis.“„Ég er virkilega spenntur fyrir leik helgarinnar gegn Galatasaray. Ég hugsa að þetta sé með stærri leikjum, ef ekki sá stærsti, sem maður hefur spilað miðað við allt sem maður hefur heyrt,“ sagði Viðar Örn við Vísir fyrr í vikunni.„Það voru mögulega fleiri áhorfendur í Kína en ég hugsa að lætin þarna verði töluvert meiri. Það væri því sérstaklega gaman að opna markareikninginn þar en það er skemmtilegast að skora í svona leikjum,“ sagði Viðar Örn ennfremur en hann á enn eftir að þenja netmöskvana í tyrknesku úrvalsdeildina. Aðspurður út í gengið síðan hann gekk til liðs við félagið og landið sjálft þá sagði Viðar eftirfarandi.„Ég er nokkuð sáttur með byrjunina hér hjá Yeni (Malatyaspor) en ekki úrslitin. Hvað varðar frammistöðu mína persónulega þá tel ég hana hafa verið fína en við ákváðum fyrir fram að ég myndi ekki spila mikið meira en 60 mínútur þar sem leikformið er ekki nægilega gott. Ég þarf líklega 2-3 vikur í viðbót til að komast í mitt allra besta form.“„Annars lýst mér mjög vel á hlutina hér í Tyrklandi. Það er skemmtilegt á æfingum og leikirnir í deildinni eru opnir og skemmtilegir. Þá er mikil áhersla lögð á sóknarbolta í deildinni sem hentar mér augljóslega vel. Síðan snýst bókstaflega allt um fótbolta í landinu og það gerir þetta auðvitað enn skemmtilegra,“ sagði Viðar Örn að lokum. Leikur Galatasaray og Yeni hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma. Fyrir leik dagsins er Galatasaray í 5. sæti deildarinnar með 39 stig þegar 21 umferð er lokið á meðan Yeni er í 10. sæti með 24 stig en liðið á leik til góða.
Fótbolti Tengdar fréttir Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30 Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15 Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Viðar lék sinn fyrsta leik í Tyrklandi | Guðlaugur lagði upp Viðar Örn Kjartansson lék sinn fyrsta leik fyrir Yenti Malatyaspor en tókst ekki að koma í veg fyrir 2-1 tap. Þá lagði Guðlaugur Victor Pálsson upp mark í 2-2 jafntefli Darmstadt og Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn er lið hans Akhisarspor tapaði 2-0. 2. febrúar 2020 15:30
Viðar Örn stóðst læknisskoðun hjá Yeni Malatyaspor Viðar Örn Kjartansson, framherji íslenska landsliðsins, er við það að ganga til liðs við Yeni Malatyaspor sem leikur í tyrknesku úrvalsdeildinni. Hann stóðst læknisskoðun hjá félaginu fyrr í dag. 25. janúar 2020 23:15
Viðar orðinn leikmaður Yeni Malatyaspor Selfyssingurinn leikur í Tyrklandi út tímabilið. 27. janúar 2020 10:22