Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 36-28 | Haukar áttu aldrei möguleika í Eyjum Einar Kárason skrifar 16. febrúar 2020 19:15 Dagur Arnarson skoraði 10 mörk í liði ÍBV í dag. vísir/daníel þór Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var þétt setin þegar heimamenn í ÍBV tóku á móti toppliði Hauka í dag. Hafnfirðingum hefur fatast flugið að undanförnu og höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Olís deildinni, gegn FH og Val. Eyjamenn höfðu hinsvegar unnið góða útisigra á Selfyssingum og Aftureldingu í leikjum sínum fyrir daginn í dag. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins og var það fyrsta og eina skiptið sem þeir komust yfir í leiknum. Fyrstu 10 mínútur leiksins voru jafnar en þar á eftir gáfu heimamenn í og á 6 mínútna kafla sveiflaðist leikurinn úr stöðunni 5-5 í 12-6. Á þeim tíma áttu gestirnir þrjá tapaða bolta og varði Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, þrjú skot. Hafnfirðingar stigu þá örlítið upp og löguðu stöðuna og var þriggja marka munur á liðunum eftir 20 mínútur spilaðar. Leikmenn ÍBV héldu þó haus og létu fínan kafla Haukamanna ekkert á sig fá. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins voru þó heimamanna sem skoruðu sjö mörk gegn þremur. Þegar í hálfleik var komið var staðan 21-13 og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir Haukana í síðari hálfleiknum. Forskot Eyjamanna átti þó bara eftir að aukast í byrjun síðari hálfleiks þar sem Petar varði mark sitt vel og munurinn fljótlega orðinn 10 mörk. Sá munur átti meira og minna eftir að halda sér þar til um miðbik hálfleiksins þegar gestirnir áttu fínan sprett og minnkuðu muninn niður í sex mörk en lengra komust þeir ekki. Eyjamenn voru agaðir í vörninni og færanýtingin til fyrirmyndar hinumegin á vellinum og því fór að leikar enduðu með átta marka sigri, 36-28, og toppliðið því búið að tapa þremur leikjum í röð.Af hverju vann ÍBV? Agaður varnarleikur og frábær færanýting skilaði þessum sigri. Þeir héldu haus þegar Haukarnir virtust ætla að gera sig líklega til að koma til baka og einfaldlega hleyptu þeim ekki inn í leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Dagur Arnarsson var frábær í liði ÍBV og skoraði 10 mörk. Hákon Daði Styrmisson var einnig drjúgur og skoraði átta mörk. Þá var Petar Jokanovic góður í markinu og varði 15 skot. Heimir Óli Heimisson var atkvæðamestur í liði Hauka og skoraði átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson honum næstur með fimm skoruð. Andri Sigmarsson Scheving varði 10 skot í markinu.Hvað gekk illa? Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, talaði mikið um varnarleik sinna manna eftir leik og ekki að ástæðulausu. Varnarleikur liðsins var ekki til framdráttar og áttu Eyjamenn tiltölulega auðvelt með að skapa sér góð marktækifæri.Hvað gerist næst? Eyjamenn etja kappi við Fjölnismenn í Grafarvogi á meðan Haukar fá Mosfellinga í heimsókn. Þessir leikir fara fram næstu helgi. Kristinn í leik með ÍBV fyrr í vetur.Vísir/Bára Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða.„Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag. Gunnar Magnússon er ekki beint sáttur með gengi Hauka þessa dagana.Vísir/Daníel Gunnar: Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar. Við vorum í miklu barsli og miklu passífari en við ætluðum okkur að vera. Sóknarlega skoruðum við 28 mörk og förum illa með aragrúa af færum. Það kemur kafli í fyrri hálfleik þar sem við förum í tæknifeilana og misstum aðeins agann. En varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, vantaði mikið upp á.” Um miðjan fyrri hálfleik misstu Haukarnir tökin á leiknum og áttu erfitt uppdráttar eftir það. „Í stöðunni 13-10 dettum við í tæknifeilana. Köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum og þeir ganga á lagið og við vorum fljótir að missa tökin á þessu. En heilt yfir, eins og ég segi, er þetta varnarleikurinn. Við vorum mjög óánægðir með hvernig við komum inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum ekki að klukka þá og erum alltof passífir. Þar finnst mér þetta liggja fyrst og fremst.” Ljóst er að Gunnar mun ekki stjórna liði Hauka eftir tímabilið en eftir að þær fréttir brutust út hefur liðinu ekki gengið of vel og nú tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Við skulum horfa á staðreyndir. Við erum búnir að tapa 3 leikjum. Tapa fyrir ÍBV í Eyjum, Val sem margir telja besta liðið í dag og FH sem eru á góðri siglingu og ekki illa mannað. Það er engin krísa að tapa fyrir þessum þremur liðum en ég er ekki ánægður með spilamennskuna. Við getum betur. Það er fyrst og fremst það sem ég horfi á. Við getum miklu betur.”„Auðvitað þegar illa gengur erum við ekki sáttir. Við viljum spila betur og þá þurfum við að bretta upp ermar og stöndum saman og komum sterkari til baka. Þetta þéttir raðirnar. Þegar á móti blæs. Við höfum gert það nokkrum sinnum síðustu 4 og hálft ár. Brettum upp ermar og leggjum helmingi harðar af okkur og komum sterkari til baka.” Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur í bikarnum og vonast Gunnar eftir betri frammistöðu þá en í dag.„Við þurfum að klára leik í deildinni fyrst. Besta meðalið er bara að vinna. Við þurfum bara að fara að vinna leik. Það verður gaman að mæta þeim í bikarnum. Þessi lið eru alltaf að mætast. Sama hvort það er í bikar, úrslitakeppni eða Olís deildinni. Þetta eru alltaf Haukar-ÍBV og við höfum oftar en ekki lagt þá af velli. Við slógum þá út í síðustu úrslitakeppni."„Við lærum af þessum leik hér og þurfum fyrst og fremst að horfa inn á við núna. Við þurfum að gera betur. Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum ekki ánægðir með þetta en þegar á móti blæs sýnum við úr hverju við erum gerðir. Auðvitað er ástandið ekki upp á 10 hjá okkur en engu að síður fáum við smá tíma til að komum mönnum í betra stand. Æfa vel og nýtum mótlætið í að koma sterkir til baka og ennþá þéttari,” sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla
Topplið Hauka virðist endanlega hafa misst flugið en liðið steinlá í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil sem eru nú jafnir FH og ÍR að stigum. Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja var þétt setin þegar heimamenn í ÍBV tóku á móti toppliði Hauka í dag. Hafnfirðingum hefur fatast flugið að undanförnu og höfðu tapað síðustu tveimur leikjum sínum í Olís deildinni, gegn FH og Val. Eyjamenn höfðu hinsvegar unnið góða útisigra á Selfyssingum og Aftureldingu í leikjum sínum fyrir daginn í dag. Haukar skoruðu fyrsta mark leiksins og var það fyrsta og eina skiptið sem þeir komust yfir í leiknum. Fyrstu 10 mínútur leiksins voru jafnar en þar á eftir gáfu heimamenn í og á 6 mínútna kafla sveiflaðist leikurinn úr stöðunni 5-5 í 12-6. Á þeim tíma áttu gestirnir þrjá tapaða bolta og varði Petar Jokanovic, markvörður ÍBV, þrjú skot. Hafnfirðingar stigu þá örlítið upp og löguðu stöðuna og var þriggja marka munur á liðunum eftir 20 mínútur spilaðar. Leikmenn ÍBV héldu þó haus og létu fínan kafla Haukamanna ekkert á sig fá. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins voru þó heimamanna sem skoruðu sjö mörk gegn þremur. Þegar í hálfleik var komið var staðan 21-13 og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir Haukana í síðari hálfleiknum. Forskot Eyjamanna átti þó bara eftir að aukast í byrjun síðari hálfleiks þar sem Petar varði mark sitt vel og munurinn fljótlega orðinn 10 mörk. Sá munur átti meira og minna eftir að halda sér þar til um miðbik hálfleiksins þegar gestirnir áttu fínan sprett og minnkuðu muninn niður í sex mörk en lengra komust þeir ekki. Eyjamenn voru agaðir í vörninni og færanýtingin til fyrirmyndar hinumegin á vellinum og því fór að leikar enduðu með átta marka sigri, 36-28, og toppliðið því búið að tapa þremur leikjum í röð.Af hverju vann ÍBV? Agaður varnarleikur og frábær færanýting skilaði þessum sigri. Þeir héldu haus þegar Haukarnir virtust ætla að gera sig líklega til að koma til baka og einfaldlega hleyptu þeim ekki inn í leikinn.Hverjir stóðu upp úr? Dagur Arnarsson var frábær í liði ÍBV og skoraði 10 mörk. Hákon Daði Styrmisson var einnig drjúgur og skoraði átta mörk. Þá var Petar Jokanovic góður í markinu og varði 15 skot. Heimir Óli Heimisson var atkvæðamestur í liði Hauka og skoraði átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson honum næstur með fimm skoruð. Andri Sigmarsson Scheving varði 10 skot í markinu.Hvað gekk illa? Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, talaði mikið um varnarleik sinna manna eftir leik og ekki að ástæðulausu. Varnarleikur liðsins var ekki til framdráttar og áttu Eyjamenn tiltölulega auðvelt með að skapa sér góð marktækifæri.Hvað gerist næst? Eyjamenn etja kappi við Fjölnismenn í Grafarvogi á meðan Haukar fá Mosfellinga í heimsókn. Þessir leikir fara fram næstu helgi. Kristinn í leik með ÍBV fyrr í vetur.Vísir/Bára Kristinn: Held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var gífurlega ánægður með öruggan sigur ÍBV á toppliði Hauka í Vestmannaeyjum í dag. Lokatölur 36-28 Eyjamönnum í vil.„Þetta var frábær frammistaða, engin spurning.”„Við höfðum bullandi trú á því uppleggi sem við lögðum og þeim leikmönnum sem við vorum að tefla fram í dag. Við héldum okkur alveg ofsalega vel inni í okkar skipulagi og það skilaði okkur þessum sigri.” Heimamenn náðu ágætis forskoti snemma leiks og svo virtist sem þeir ætluðu aldrei að láta það af hendi.„Við höfum verið sveflukenndir í frammistöðu og mjög sveiflukenndir inni í leikjum. Á móti Aftureldingu síðast vorum við algjörlega að yfirspila þá en missum það svo niður í spennandi leik fyrir hálfleik. Siglum því svo vel heim. Vorum hræðilegir í fyrri hálfleik á móti FH í bikarnum um daginn en vinnum okkur inn í þann leik. Í dag héldum við þessu plani út leikinn og þar af leiðandi skilar það okkur þessum sigri.” Fréttir af stuðningsmannahópi ÍBV,Hvítu Riddurunum, hafa mikið verið í umræðunni undanfarnar vikur en Kristinn segir fólki að horfa á það jákvæða sem þeir hafa fram að bjóða.„Við skulum ekki gleyma öllum jákvæðu hlutunum sem fylgja okkar stuðningsfólki. Ég horfði hérna upp í stúku fyrir leik og hugsaði með mér að við værum hérna í febrúar, ekki í úrslitakeppninni. Ég held að öll lið á Íslandi dreymi um að hafa þann stuðning sem við erum með. Ég myndi gefa hvað sem er fyrir að fá svona stuðning annarsstaðar. Ég fagna því að stuðningsmenn séu lifandi og skemmtilegir en það þarf náttúrulega bara að passa að hafa ákveðna hluti í lagi,” sagði Kristinn um stuðningsmenn liðsins, sem voru til fyrirmyndar á leiknum í dag. Gunnar Magnússon er ekki beint sáttur með gengi Hauka þessa dagana.Vísir/Daníel Gunnar: Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, játaði því að það hafi oft verið skemmtilegra að vera í Vestmannaeyjum en núna. „Varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki til staðar. Við vorum í miklu barsli og miklu passífari en við ætluðum okkur að vera. Sóknarlega skoruðum við 28 mörk og förum illa með aragrúa af færum. Það kemur kafli í fyrri hálfleik þar sem við förum í tæknifeilana og misstum aðeins agann. En varnarlega, sérstaklega í fyrri hálfleik, vantaði mikið upp á.” Um miðjan fyrri hálfleik misstu Haukarnir tökin á leiknum og áttu erfitt uppdráttar eftir það. „Í stöðunni 13-10 dettum við í tæknifeilana. Köstuðum boltanum frá okkur nokkrum sinnum og þeir ganga á lagið og við vorum fljótir að missa tökin á þessu. En heilt yfir, eins og ég segi, er þetta varnarleikurinn. Við vorum mjög óánægðir með hvernig við komum inn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náum ekki að klukka þá og erum alltof passífir. Þar finnst mér þetta liggja fyrst og fremst.” Ljóst er að Gunnar mun ekki stjórna liði Hauka eftir tímabilið en eftir að þær fréttir brutust út hefur liðinu ekki gengið of vel og nú tapað síðustu þremur leikjum sínum.„Við skulum horfa á staðreyndir. Við erum búnir að tapa 3 leikjum. Tapa fyrir ÍBV í Eyjum, Val sem margir telja besta liðið í dag og FH sem eru á góðri siglingu og ekki illa mannað. Það er engin krísa að tapa fyrir þessum þremur liðum en ég er ekki ánægður með spilamennskuna. Við getum betur. Það er fyrst og fremst það sem ég horfi á. Við getum miklu betur.”„Auðvitað þegar illa gengur erum við ekki sáttir. Við viljum spila betur og þá þurfum við að bretta upp ermar og stöndum saman og komum sterkari til baka. Þetta þéttir raðirnar. Þegar á móti blæs. Við höfum gert það nokkrum sinnum síðustu 4 og hálft ár. Brettum upp ermar og leggjum helmingi harðar af okkur og komum sterkari til baka.” Þessi lið mætast aftur eftir tvær vikur í bikarnum og vonast Gunnar eftir betri frammistöðu þá en í dag.„Við þurfum að klára leik í deildinni fyrst. Besta meðalið er bara að vinna. Við þurfum bara að fara að vinna leik. Það verður gaman að mæta þeim í bikarnum. Þessi lið eru alltaf að mætast. Sama hvort það er í bikar, úrslitakeppni eða Olís deildinni. Þetta eru alltaf Haukar-ÍBV og við höfum oftar en ekki lagt þá af velli. Við slógum þá út í síðustu úrslitakeppni."„Við lærum af þessum leik hér og þurfum fyrst og fremst að horfa inn á við núna. Við þurfum að gera betur. Þetta er ekki ásættanlegt. Við erum ekki ánægðir með þetta en þegar á móti blæs sýnum við úr hverju við erum gerðir. Auðvitað er ástandið ekki upp á 10 hjá okkur en engu að síður fáum við smá tíma til að komum mönnum í betra stand. Æfa vel og nýtum mótlætið í að koma sterkir til baka og ennþá þéttari,” sagði Gunnar að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti