Unglingar beðnir um ögrandi myndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent ögrandi eða nektarmynd af sér. VÍSIR/AFP Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00