Innlent

Siðanefnd ætlar að vinna hratt

Sveinn Arnarsson skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, formaður siðanefndar Alþingis.
Siðanefnd Alþingis hefur verið kölluð saman í fyrsta sinn til að skoða samskipti þingmanna á barnum Klaustri. Rannsaka á hvort athæfi þeirra, orð og gjörðir, séu brot á siðareglum þingsins.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, segir þingflokkinn ætla að byggja upp traust.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis, er formaður siðanefndarinnar. Aðrir í siðanefndinni eru Salvör Nordal, sérfræðingur Siðfræðistofnunar, og Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild HÍ. Nefndin fundar í dag.

„Við höfum ekki sett okkur neinn tímaramma í þessu máli en við munum vinna þetta á þeim tíma sem við þurfum,“ segir Ásta Ragnheiður.

Þorsteinn Sæmundsson segir ummæli þingmanna ekki gefa tilefni til afsagnar. Ætlunin sé að ávinna traust fólksins aftur,„Ég er ekki að segja að það sé auðvelt og gerist ekki á morgun en við ætlum að endurvinna okkur það traust.“

Um ótímabundin leyfi tveggja þingmanna Miðflokksins segir Þorsteinn að koma verði í ljós hvort og hvenær þeir snúi aftur.




Tengdar fréttir

Skellihló að umræðu um heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi sem Ragnheiður Runólfsdóttir afrekskona í sundi segist hafa orðið fyrir af höndum Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, framkvæmdastjóra þingflokks Flokks fólksins, var til umræðu meðal sexmenninganna á Klaustri þann 20. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×