Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2020 21:05 Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins. 1000 manna árshátíð fyrirtækisins hefur nú verið frestað vegna kórónuveirunnar. Íslandspóstur Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri fyrirtækisins, í samtali við Vísi en alls hafa nú fjórtán manns greinst með veiruna hér á landi og allt að 350 manns eru í sóttkví vegna hennar. Pósturinn er ekki eina fyrirtækið sem grípur til þess ráðs að fresta árshátíð vegna veirunnar því fyrr í dag var greint frá því að árshátíð Össurar sem fara átti fram um helgina hefði verið frestað. Þá er búið að fresta sýningunni Verk og vit sem fara átti fram síðar í mánuðinum. „Þetta er þúsund manna árshátíð, fólk sem er að koma frá öllum landshornum. Við erum eitt af þessum fyrirtækjum sem eru þessi innviðafyrirtæki þannig að ef svo ólíklega vildi til að einhver smit myndu koma upp eða sóttkví eða svona þá myndi það bara hafa gríðarlega stór og erfið áhrif á okkur,“ segir Birgir. Aðspurður hvort einhver starfsmaður Póstsins sé í sóttkví vegna veirunnar svarar hann neitandi og kveðst ekki vita til þess. Stefnt er að því að halda árshátíðina í haust.vísir/vilhelm Árshátíð Póstsins haldin annað hvert ár Birgir segir engin tilmæli hafa komið frá landlækni eða almannavörnum um að fresta árshátíðinni heldur hafi stjórnendur tekið þessa ákvörðun að eigin frumkvæði. Það sé þó vissulega þannig að Pósturinn á í samskiptum við landlækni og almannavarnir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vegna þess að póstþjónusta teljist til innviða landsins og fyrirtækið því hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda. „En þetta er í raun og veru bara þannig að ef þetta myndi versna meira en staðan er núna þá hefði þetta verið bara gríðarlega óskynsamlegt að stefna þarna fólki frá öllum landshlutum saman í einn sal,“ segir Birgir. Árshátíð Póstsins er annað hvert ár. „Þannig að þetta er dálítið óheppilegt því fólk er búið að bíða en ég hugsa að við finnum nýja dagsetningu í haust vonandi. En svo er þetta líka það að við þurftum að hafa fyrirvara því það er mjög mikið af fólki utan af landi sem er að panta sér flug, hótel og alls konar þannig að það þarf fyrirvara. Við hefðum ekki getað blásið þetta af bara með dags fyrirvara,“ segir Birgir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandspóstur Tengdar fréttir Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29 Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þrjú jákvæð sýni í viðbót og fjórtán alls smitaðir Í dag hafa fimm tilfelli af COVID-19 sjúkdómum verið greind á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Samtals hafa því fjórtán einstaklingar á fimmtugs og sextugsaldri verið greindir hér á landi. 3. mars 2020 16:29
Verk og vit frestað vegna kórónuveirunnar Sýningunni Verk og vit sem fara átti fram helgina 12.-15. mars næstkomandi hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 3. mars 2020 18:18
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05