„Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:30 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira