Fótbolti

Skotmark Man. United og Real má yfirgefa Ajax

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van De Beek í leik með Ajax fyrr á leiktíðinni.
Van De Beek í leik með Ajax fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Edwin van der Sar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajxax, hefur staðfest að miðjumaðurinn Donny vaan de Beek geti yfirgefið félagið þegar félagaskiptaglugginn opnar en þó bara fyrir ákveðna upphæð.

Tottenham, Manchester United, Barcelona og Real Madrid hafa verið orðuð við miðjumanninn undanfarið ár eftir að hann sló í gegn með Ajax sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð.

Ajax hefur nú þegar selt Hakim Ziyech til Chelsea á rúmlega 33 milljónir punda en Van Der Sar segir að þrátt fyrir kórónuveiruna liggi Ajax ekkert á að selja sína bestu leikmenn.

„Á síðasta ári gerðum við munnlegt samkomulag við Onana, Tagliafico og Van de Beek að þeir myndu spila eitt tímabil í viðbót og svo við myndum hjálpast að við að finna næsta skref á ferlinum. Ekkert við það hefur breyst,“ sagði Van Der Sar.

„Þeir verða ekki seldir á 50% afslætti. Félögin geta gleymt því. Í janúar á síðasta ári sögðu lið að við myndum missa sjö til átta leikmenn en við misstum tvo lykilmenn. Við munum ekki sjá 150-200 milljóna punda kaup í sumar en ég held að það sé mikið verðmæti í leikmönnum Ajax. Þeir eru vel skólaðir, með reynslu af því að vinna og spila Evrópubolta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×