Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 23:31 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15
„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44